Skírnir - 01.09.2000, Page 70
306
SVERRIR TÓMASSON
SKÍRNIR
randaður var kominn á staf hans, tuttugu marka tönn fannst í tösku hans,
fjórar tennur úr honum brotnar og hann allur lemstraður. Alla þá nótt
hafði hann barist innan um Hítardalsstofu og drepið fimm fátæka, þar
hann þóttist drepa þá í Valhöll. Þessi öll teikn vilja vitna og sanna soddan
atburð, og þvílíka, þó margir vilji ósanna. (Einar G. Pétursson II 1998:89)
I öðru riti, Grænlandsannál, greinir Jón svo frá:
Með honum (þ.e. Birni Jórsalafara) var í för Einar fóstri, skáld hans og
skemmtunarmaður, er skemmta skyldi hvörn sunnudag, þriðjudag og
fimmtudag, nær þeim þóktu skemmtunartímar vera. Fróðir menn segja,
að sá Einar fóstri hafi kveðið og Skíða-rímu til skemmtunar einn tíma,
sem honum bar að skemmta. Þar er og so að orði komizt í endingu
kveðlingsins:
Ei hefeg frétt hvör ævilok
urðu Norðmanns'Skíða.
Hér skal Suðra sjá<v>ar rok
sunnudagsins bíða.
Hann kvað og Skaufhalabálk og barngælur, so sem hann nefnir í
ending bálksins:
Hefur bálk þenna
og barngælur
ort ófimlegur
Einar fóstri.
(Ólafur Halldórsson 1978:46)
í bók sinni um Eddurit Jóns lærða (I 1998:384-86) bendir Einar
Gunnar Pétursson réttilega á að Jón hljóti að hafa kunnað rímuna,
því að í frásögn hans birtist kjarni hennar, einkum þó efnisatriði
sem greint er frá í upphafi og lokum rímunnar og varða sannindi
frásagnarinnar. Olafur Halldórsson hefur m.a. þau orð um síðari
tilvitnunina að óvíst sé hvaðan höfundinum komi sú vitneskja að
Einar fóstri hafi kveðið Skíðarímu; hann hyggur ekki óhugsandi
að hann hafi séð Skíðarímu og Skaufhalabálk „saman á kveri og
talið hvorttveggja eftir Einar fóstra“ (1978:252). Um Einar þenn-
an er annars allt á huldu.2 Jón lærði dvaldist a.m.k. sex ár á Skarði
2 Jón Þorkelsson (1922-27:178-80) eignaði Svarti á Hofsstöðum Skíðarímu, en
ekki hafa menn fallist á röksemdir hans. Sjá um þetta efni: Jón Helgason
1924:313; Björn Karel Þórólfsson 1934:382-84; Theo Homan 1975:43; Jón Sam-
sonarson 1977:430-31.