Skírnir - 01.09.2000, Page 72
308
SVERRIR TÓMASSON
SKÍRNIR
þeirri sögn Snorra Eddu koma fyrir nokkur minni sem alþekkt
eru úr leiðslum, en enginn er fylgdarmaðurinn og Hermóður ríð-
ur einn (Lindow 1997:115—19). Fyrir utan Völuspá eru leiðslur
annars þekktar af þýðingum á 14. öld, t.d. leiðslu Drychthelms og
Duggals og innlendum frásögnum eins og Rannveigarleiðslu í
Guðmundar sögu, sem hugsanlegt er að megi rekja aftur til 13.
aldar heimilda (Einar G. Pétursson 1980:155; Sverrir Tómasson
1988:333-34). Þar greinir frá því að Rannveig féll niður og var
borin í stofu; menn sátu yfir henni og sáu „at hon var eigi önduð,
fyrir því at hon kipptiz við hart stundum sem henni yrði mjök
sárt. Þat var þváttdaginn at föstuígang" (Guðmundar sögur I
1983: 92-93).
Þýski fræðimaðurinn Peter Dinzelbacher hefur flokkað leiðslu-
bókmenntir eftir því hvort þær megi telja frásagnir af raunveru-
legum viðburðum (erlebte Visionen) eða einberan skáldskap (lit-
erarische Visionen). I fyrri flokkinn falla verk eins og Rannveigar-
leiðsla, en í hinn síðari Völuspá, Eiríks saga víðförla og lunginn af
draum- og vitrunarkveðskap miðalda (Dinzelbacher 1981:11-28).
Mörkin milli þessara flokka eru þó ekki skýr; allt til þessa dags
virðist svo sem trúarbragðafræðingar hafi deilt um hvar mörkin
skuli draga milli vitundar draums og vöku; með öðrum orðum
sagt, hve mjög hugarflug um annan heim væri raunverulegt í vöku
og draumi.
Flokkun drauma er ævagömul. Enski fræðimaðurinn A. C.
Spearing, sem fjallað hefur rækilega um draumkvæði á síðmiðöld-
um, telur að athugasemdir Macrobíusar um verk Cícerós, Somni-
um Scipionis, hafi haft mjög mikil áhrif á flokkun drauma og
hvernig draumfarir voru túlkaðar (Spearing 1976:8-11). Macro-
bíus gerði ráð fyrir fjórum tegundum drauma: 1) somnium, þar
sem draumurinn afhjúpar dulda merkingu; 2) visio, sýn þar sem
það sem hefur verið sýnt reynist síðan satt; 3) oraculum, véfrétt
þar sem foreldri eða prestur sýnir dreymanda hvað leiðréttast
megi í lífi hans. Spearing telur þó að mikilverðasta einkennið á
draumkvæðum síðmiðalda sé að þolandinn segi frásögnina í
fyrstu persónu; öll vitrunin birtist frá sjónarhóli hans, frá því að
hann féll í svefn og þangað til hann vaknar (Spearing 1976:4).