Skírnir - 01.09.2000, Síða 73
SKÍRNIR
STRÁKLIGR LÍZ MÉR SKÍÐl“
309
En hvar á að skipa Skíðarímu niður? Er hún draumkvæði?
Skáldið segir frá því sem fyrir Skíða bar í svefni, ekki hann sjálfur,
dreymandinn. Og ef litið er á form Skíðarímu virðist hún í fyrstu
fylgja að mestu venjubundnum lögmálum rímna, utan hún er einn
samfelldur bálkur. Hún hefst með löngum inngangi sem ekki
verður þó talinn dæmigerður mansöngur, enda segir skáldið
strax-3
Mér er ekki um mansöng greitt,
minnstan tel eg það greiða,
því mér þikkir öllum eitt
af því gamni leiða. (1)
í lok rímunnar ávarpar skáldið þó konu. I upphafi hennar er líka
rætt á venjubundinn hátt um fljóð og kvæðamenn, en frásögninni
helst talið til gildis að skáldsins sjálfs verði getið:
Látum heldur leika tenn
á litlum ævintýrum,
þá munu geta vór góðir menn
hjá gullaðs skorðum dýrum. (5)
Eftir þetta erindi er tekið til við að lýsa Skíða, en sjálfur draumur-
inn hefst ekki fyrr en í 45. erindi, eftir að lýst hefur verið rækilega
flakki Skíða á milli stórbýla á Vesturlandi. I lýsingunni á Skíða
örlar á því að frásögnin sé í fyrstu persónu eintölu, að vísu nokk-
uð með hefðbundnum hætti rímna, orðalagi eins og frá eg, trúi eg
(,trúig), en mikil áhersla er lögð á að sýna útlit hans og búning:
Manna hæstur, mjór sem þvengr,
miklar hendr og síðar,
þó var upp af kryppu kengr,
og krummur harla víðar. (8)
Skeggið þunnt og skakkar tenn,
skotið út kinna beinum,
djarfmæltur við dánumenn,
drjúgum hvass í greinum. (9)
3 Skíðaríma hefur margssinnis verið gefin út. Besta útgáfan er enn útgáfa Finns
Jónssonar í Rímnasafni 1:10-42. Vitnað er til hennar hér og vísað til tölu erinda
í svigum aftan við hverja tilvitnun.