Skírnir - 01.09.2000, Síða 74
310
SVERRIR TÓMASSON
SKÍRNIR
Skreppu átti hann Skíði sér,
og skónál harðla prúða,
þar með enn sem innt var mér,
allan skreppu skrúða. (10)
Skíði er eftir þessu að dæma óvenjulegur flakkari; hann er hár
vexti, luralegur, ófríður með afbrigðum, en kann þó að koma fyrir
sig orði, er djarfmæltur við höfðingja og deilugjarn. Athygli áheyr-
enda er beint að einu atriði í búningi hans, skreppu hans og skrúða
hennar, en slíkt orðalag felur í sér napurt háð. Það er vel hugsan-
legt að höfundur rímunnar sé hér að skopast að hefðbundnu
minni draumkvæða, þar sem dreymandinn er mjög oft pílagrímur
með staf og skreppu (Spearing 1976:39).4 Öll lýsingin er hlaðin
grófgerðum ýkjum sem öðlast svo enn frekara vægi þegar sögu-
hetjan er kölluð auli, sem gæti þó merkt upphaflega aðeins göngu-
maður (Guðrún Kvaran, Stefán Karlsson 1996:211-18), strákur
eða lítilmenni. Nafnið Skíði er ekki algengt í fornum ritum, það
kemur fyrir í Sturlungu og Svarfdæla sögu. Vera má að þetta nafn
söguhetjunnar hafi verið valið sökum þess að það skírskotaði til
lengdar og vaxtar söguhetjunnar, hún var álút eins og upprétt
gönguskíði. Mannkostir Skíða eru enn frekar tíundaðir þegar svo
er að orði komist að Skíði hafi „í brjósti hreystimann“ (58). Einnig
er vert að gefa því gaum að Skíði gengur við staf sem á er mikill
hólkur; honum tapar hann af stafnum þegar hann slæmir honum
til Ölmóðar, þess sem tekur á móti honum í þarabrúki í Noregi,
eftir að leiðslan er hafin:
Skíði rann, er skyldi hann
skjótt á þaranum ganga,
hólkinn missti húsgangsmann
af harsli því inu langa. (63)
För Skíða hefst eins og venjuleg leiðsla; hann fellur í svefn og á
móti honum tekur leiðtoginn, sjálfur Asa-Þór. En það er langt í
frá að hann sé á ljósum klæðum eins og venja var til - og ekki er
4 Þeir fræðimenn sem fyrstir fengust við Skíðarímu tengdu hana við draumkvæði og
túlkun þeirra og þýðing Jóns Vídalíns heitir tvíræðu nafni, Somnium Scidonis.