Skírnir - 01.09.2000, Side 75
SKÍRNIR
STRÁKLIGR LÍZ MÉR SKÍÐI
311
það sálin sem ferðast til annars heims heldur fer Skíði í eigin búk
og gengur láð og lög, suður Noreg yfir Danmörk og allt til Val-
hallar sem að hyggju höfundar er ekki langt frá þeim stað sem
Snorri ætlaði henni í Ynglinga sögu og Eddu sinni:
Austr af Nóreg ýtar tveir
áttu fyrst að ganga,
drukklanga stund dratta þeir
fyr Danmörk endilanga. (65)
Svó var brautin breið fyr þeim,
sem borgarstræti væri,
ýtar kómu í Asíaheim
Óðins höllu næri. (66)
A vegi þeirra Skíða og Ása-Þórs er engin hindrun, þeir vaða að
vísu vötn, klöngrast yfir fjörusteina og drattast landveg Noregs og
Danaveldis, en það er enginn sem tefur, enginn sem reynir að tosa
þá niður í daunilla forarpytti; hvergi verða á vegi þeirra yfirnátt-
úruleg öfl, aðeins Olmóður nokkur. Ekki verður séð hvaða hlut-
verki hann gegnir, nema líta verði á hann sem landvörð í því ríki
sem Islendingar fengu oft öl sitt og mungát. Líklegra er þó að í
nafnu felist orðaleikur, það höfði jafnt til öls sem orðstofnsins
aul- og merki þá móðan göngumann (Guðrún Kvaran, Stefán
Karlsson 1996:211-19). Öðru nafni heitir sú persóna Gangleri. í
nafngiftum þeirra tveggja, Skíða og Ölmóðar, er því fólgin hárfín
en hæðni blandin skírskotun til goðsagna og þeirra farandsveina
sem leita að fróðleik um annan heim og láta blekkjast af sjón-
hverfingum vöku og draums. En óneitanlega er meinfyndið að sjá
fyrir sér tvo stafkarla berjast í þarabrúki. Landslagið sjálft er þessa
heims, hvergi er yfir brú að fara og þegar kemur að lýsingunni á
Valhöll dregur hún dám af kastalaborgum í riddarasögum; ódáins-
vellir eru hvergi sjáanlegir.
Efst í huga Skíða þegar hann sér Valhöll er sætaskipan þar, og
innir hann Þór eftir því hvar kempur muni sitja. Þór svarar hon-
um og þylur upp fjörutíu kappa, æsi og ásynjur og mun þetta
kappatal einna elst í íslenskum bókmenntum, allt hetjur sem
þekktar eru úr sögum og kvæðum, eins og Konrad Maurer (1869: