Skírnir - 01.09.2000, Page 85
JÓN SIGURÐSSON
„Nú er hér kominn Egill.
Hefir hann ekki leitað
til brotthlaupsc<
Tilraun til að greina meginstef í Egilssögu
I.
Allir Islendingar þekkja einhverjar sögur af Agli Skalla-Gríms-
syni sem eiga að sýna villimennsku, grimmd og ruddaskap hans.
Flestir þekkja og viðurkenna hvílíkur baráttumaður Egill á að hafa
verið og skilja einhverjar ástæður hans. Margir þekkja einnig vís-
ur hans og kvæði og skynja kenndirnar sem þau tjá. En menn hafa
átt erfitt með að sameina alla þessa ólíku en sterku drætti í mynd-
inni af Agli, og meðal fræðimanna hefur verið sammæli um ein-
hvers konar siðferðilega áfellisdóma yfir honum.1 Hér verður
reynt að taka ýmisleg gögn saman til þess að skerpa og glöggva
myndina af Agli Skalla-Grímssyni. Einvörðungu verður fjallað
um Egil eins og hann birtist í Egilssögu Skalla-Grímssonar, en
ekki reynt að ráða neitt í sagnfræði eða sannfræði sögunnar í ein-
stökum atriðum.2
1 Sigurður Nordal 1924: 103, 115-17. Sigurður Nordal 1933: vi, lxx-ix. Sigurður
Nordal 1942: 246-48. Halldór Laxness 1945: 32 (útg. 1962). G. Turville-Petre
1953: 40, 48, 230. Hallvard Lie 1956: 522. Björn Sigfússon 1956: 524. Stefán Ein-
arsson 1961: 65-66. Óskar Halldórsson 1967: 7. Peter Hallberg 1969: 23, 114,
116, 118. Ólafur Briem 1972: 32, 105, 117-118. Bjarni Einarsson 1975: 23, 27,
220, 226. Jónas Kristjánsson 1978: 319-20. Vésteinn Ólason 1993: 91-92. Jesse
L. Byock 1994: 75. Vésteinn Ólason 1998: 83, 101.
2 Miðað er við útgáfu Sigurðar Nordal fyrir Hið íslenzka fornritafélag 1933 og við
útgáfu Braga Halldórssonar, Jóns Torfasonar, Sverris Tómassonar og Örnólfs
Thorssonar fyrir Svart á hvítu 1987. Tilvísanir og tilvitnanir eiga við útgáfuna
1987. Um lausavísur o.fl. er stuðst m.a. við Bjarna Einarsson 1975: 15-16 og
víðar.
Skírnir, 174. ár (haust 2000)