Skírnir - 01.09.2000, Page 87
SKÍRNIR
NÚ ER HÉR KOMINN EGILL ...
323
hefur verið sammæli um það með fræðimönnum. Lausavísur og
kvæði eru innilegar heimildir og ekki síður þótt víða sé „ort fólg-
ið“, látið liggja milli orðanna, ýjað að geðhrifum og tilfinninga-
málum. Um Egilssögu má segja að þar ber t.d. þunglyndi eða
óyndi fyrir fremur en um eiginlega lýsingu sé að ræða, og einnig
reiði, vopnaæði, sigurvímu og djúpa sorg. Þessi geðhrif eru þarna
í sögunni en varla verður sagt að þeim sé lýst sérstaklega. Meðal
annars af þessari ástæðu liggur sagan ekki í yfirborði sínu heldur
laðar lesanda aftur og aftur til sín, til þess að hann megi leggjast á
djúpið og í hæðirnar í verkinu. Um geðhrifalýsingar eru frávik frá
þessu í 60. kafla: „Herti hann þá huginn ..." segir um Egil þegar
hann ræður af að halda beint á fund Eiríks konungs í Jórvík.7
Fræðimenn hafa fjallað um skil einstaklings og manngerðar
eða samfélagsfulltrúa í Egilssögu, en hér verður þetta ekki rakið
umfram það sem snertir sterkt einstaklingseðli söguhetjunnar
Egils Skalla-Grímssonar.8 Oft hefur verið bent á að lýsingar ytra
útlits, hreyfinga og atferlis séu táknrænar fyrir sálarlíf og kenndir
í bókmenntum fyrri alda og að höfundar noti þær til að skapa
hlutlægni og trúverðugleika í frásögninni, eins og höfundurinn
taki sér stöðu afsíðis sem alveg hlutlaus og sannsögull áhorfandi.9
Lýsingar Egilssögu á Agli minna reyndar á ummæli franska rit-
höfundarins André Gide um afhjúpun og þróun skaphafnar í
verkum Fjodors Dostojefskís. Gide sýnir fram á að djúp er stað-
fest milli aðferðar rússneska skáldsins og viðurkenndra sjónar-
miða rökhyggju, sálkönnunar og raunsæis sem móta bókmenntir
Vestur-Evrópumanna á seinni tímum. I stað þess að höfundur af-
hjúpi innra líf, tilfinningar og hug söguhetju, í meginatriðum vit-
rænt stig af stigi, með lýsingum og atburðum, með beinni frá-
sagnaríhlutun sinni eða eintali sálarinnar, virðast söguhetjur
Dostojefskís „óvitrænar, óákvarðaðar og gjarna næstum því
ábyrgðarlausar".10 Gide segir einnig að skáldið taki æðstu og dýpstu
7 Egilssaga 1987: 455.
8 Le Goff 1997.
9 Badel 1984: 189.
10 Gide 1964: 67.