Skírnir - 01.09.2000, Page 92
328
JÓN SIGURÐSSON
SKÍRNIR
Egill er því aðeins „grimmur og villtur" í frásögnum Egilssögu
að um sé að ræða löglaus siðabrot annarra gegn griðum eða aug-
ljósum rétti. Alveg sérstaklega á þetta við um brot gegn ævaforn-
um réttindum þegnsins, gegn ævafornum erfðaréttindum og
manngildi, og gegn óskráðum lögmálum gestrisni og griða.24 Er
veisla Atleyjar-Bárðar í 44. kafla skýrt vitni þessa og viðskipti
Egils við Ármóð skegg í 72.-73. kafla. Ut af fyrir sig er frásögnin
af Jórvíkurfundi þeirra Eiríks konungs í 60.-62. kafla nokkurs
konar leiðsögn um lögmál gestrisni og griða, svo sem síðar verður
rakið. Egill sýnir því reyndar ekki grimmd eða villimennsku held-
ur einurð og hörku í réttmætum og eðlilegum viðbrögðum sem
nauðsynleg voru til að ítreka réttindi hans og réttmæt andsvör.
Bæði 57. kafli, um deilur við Berg-Onund og Eirík konung, og 69.
kafli, um milligöngu Arinbjarnar við konung, segja t.d. frá því er
Egill er kominn upp að vegg vegna tilverknaðar annarra og verð-
ur að taka á móti og standa á rétti sínum.25 Brot á lögmálum gest-
risni og griða heimila að gripið sé til hvers þess sem tiltækt er og
þekkist það um allar jarðir. Að sumu leyti má um þetta vísa til
Vatnsdælasögu þar sem segir frá vist Hrolleifs hjá Geirmundi eft-
ir víg Ingimundar, í 24. og 25. kafla sögunnar.26 Framkoma Egils
er aldrei „aðeins víkingslund" í merkingunni: villimennska og
grimmd. Allt athæfi hans í þessum efnum er viðurkennd viðbrögð
á þessum tíma.
Til þess að taka tvímæli af er rétt að nefna sérstaklega fram-
komu Egils við drykkju enda hafa þær svaðilfarir löngum þótt frá-
sagnarverðar. Verða hér nefndir 44. kafli, sem segir frá veislunni í
Atley, og 72.-73. kafli, þar sem samdrykkjunni með Armóði er
lýst.27 Gestgjafi hafði með undirferli og svikum brotið allan trún-
að af sér. Egill skynjaði að hverju dró og honum var allt heimilt
eins og á stóð. Hann hafði verið grandalaus og ekki uggað að sér
frekar en vera bar í griðum og nú mátti hann grípa til alls þess sem
tiltækt kynni að reynast til þess að verjast fólskulegu griðrofi.
24 Wallén, Gratvedt og Magnús Már Lárusson 1956.
25 Egilssaga 1987: 443-47, 473-75.
26 Vatnsdælasaga, Islendinga sögur ogþœttir 1987: 1871-73.
27 Egilssaga 1987: 419-20, 478-82.