Skírnir - 01.09.2000, Page 93
SKÍRNIR
NÚ ER HÉR KOMINN EGILL
329
Hann varð meira að segja að setja öðrum dæmi með þeirri með-
ferð sem hann léti húsbóndann sæta því að orðspor myndi bera
þetta út: Sýnið þessum Agli fyllstu virðingu! Hann hefur með
þessari meðferð á húsbóndanum sýnt að hann er virðingar verður!
Brota á óskráðum lögum griða og gestrisni verður greipilega
hefnt! Rétt á eftir sýnir Egill svo verðmætamat sitt með líknar-
verki, í 73. kafla. Og frásagnir í 48. og 65. kafla sýna að Agli var
vel sýnt um háttvíslega framkomu í veislum.
í 73. kafla veitir Egill Ármóði bónda ráðningu sem marga hef-
ur hneykslað. Nú er rétt að hafa í huga að blindun var þekkt refs-
ing og viðurkennd aðferð t.d. til að hindra mann frá virðingu,
frama og erfðum. Um slíkt eru mörg dæmi og liggur beint við að
nefna frásögn Snorra Sturlusonar í Ólafs sögu helga um Hrærek
konung á Heiðmörk.281 miðaldasögu Evrópu eru mörg dæmi um
slíka refsingu, t.d. við ríkiserfðir, tilnefningu nýs keisara, stjórn-
máladeilur, eða meðferð stríðsfanga. Má m.a. nefna Miklagarð í
þessu efni.29 Oft var gripið til þess að blinda þá menn sem til
greina höfðu komið við valdatöku og gætu komist í aðstöðu til að
vefengja vald nýs ríkisleiðtoga. Aðalatriðið var nefnilega sú trú að
blindur maður, eða maður með önnur áberandi lýti eða hömlun,
gat ekki gegnt virðingarstöðu eða veitt forystu. Hann var úr leik í
þeim skilningi. Refsingin sem Egill leggur á Ármóð felst í því að
hann sviptir Ármóð möguleika á frama, virðingu. Að því sama
marki stefnir sú niðurlæging að Egill sníður af Ármóði skeggið við
hökuna.
Sé sagan lesin af fullri athygli verður þó annað jafnvel yfir-
sterkara. Sagan segir: „... en kona Ármóðar og dóttir hljópu upp
og báðu Egil að hann dræpi eigi Ármóð.“ Egill segir að hann skyldi
það gera fyrir þeirra sakir „því að það er maklegt en hefði hann
verðleika til að eg dræpi hann.30“ Egill vægir Ármóði þannig með
öðrum orðum að bón þeirra mæðgna og hann tekur aðeins annað
augað. Ármóður hafði því eftir sem áður burði til að sjá sér og sín-
um farborða. Kjarni málsins virðist vera sá að Egill á hendur sín-
28 Snorri Sturluson útg. 1945: 105.
29 Maier 1973: 271, 294. Norwich 1997: 168, 170, 182, 199.
30 Egilssaga 1987: 481.