Skírnir - 01.09.2000, Page 95
SKÍRNIR
NÚ ER HÉR KOMINN EGILL ...
331
Vera má að höfundur Eglu sé líka að „yrkja fólgið“ í frásögn-
um 48. kafla um Egil og jarlsdóttur og í 65. kafla um Egil og Gyðu
húsfreyju. En þar segir reyndar ennfremur að þegar Agli er sagt
frá yfirgangi Ljóts bleika, sem ætlar sér heimasætuna, þá tekur
Egill málið að sér með tilþrifamiklum hætti sem hjálparhella, ein-
vígismaður og hefndarmaður fyrir réttlátan málstað ungrar stúlku
og lítilmagna fjölskyldu hennar.36
III.
Talsverður hluti Egilssögu segir frá málaferlum og kærum Egils á
hendur öðrum. Þegar að er gætt kemur í Ijós að Egill er að berjast
fyrir virðingu ættar og fjölskyldu sinnar eða eiginkonu sinnar.
Hann er m.a. að bera af fjölskyldu sinni og eiginkonu áburð um
rangar erfðir og um leið að knýja fram réttar og lögmætar erfðir
og eignarréttindi tengd þeim. Athyglisvert er hvernig andstæðing-
ar hans, þ. á m. Hildiríðarsynir, grípa í 12. kafla til ranginda, þ.e.
rógburðar, til að knýja ágang sinn fram á sviði eigna og erfða.37
Áður en ritöld hófst var engum skjölum til að dreifa og þá var róg-
ur alveg sérstaklega alvarlegt mál og honum varð að andmæla og
fá þau andmæli staðfest með táknrænum gildum hætti, frammi
fyrir höfðingja eða hirðinni, á héraðsmóti eða annars staðar, allt
eftir því sem við átti hverju sinni, eða jafnvel ganga á hólm um
málið. Rógur og brigð lénsherra tengd rógburði eru kunn, t.d. í
chansons de geste sunnar í álfunni.38 Rógur skiptir mjög miklu
máli í öðrum Islendingasögum, t.d. Njálu.39 Svipaða sögu sem um
Hildiríðarsyni er að segja af Berg-Onundi í 57. kafla. I þessum frá-
sögnum kemur fram að aðrir eiga frumkvæði að átökum og ill-
indum, en Egill á heimili, fjölskyldu og samfélagsstöðu að verja.
Atferli og kröfur Egils voru nauðsyn til að staðfesta samfélags-
stöðu hans sjálfs og fjölskyldu hans og afkomenda, enda þurfti
táknrænar staðfestingar á skjallausum tímum. Og þessar táknrænu
36 Egilssaga 1987: 426-27, 466-70.
37 Sama: 380-81.
38 Badel 1984: 142-43.
39 Jón Sigurðsson 1992: 71.