Skírnir - 01.09.2000, Page 96
332
JÓN SIGURÐSSON
SKÍRNIR
staðfestingar sem orð fór af og voru vottaðar vitnum voru mikil-
væg undirstaða mannvirðinga, mannhelgi og þeirrar samfélags-
stöðu sem ættin, fjölskyldan og einstaklingurinn nutu. Egill er í
raun ekki aðeins að berjast fyrir rétti sínum heldur er hann ekki
síður að krefjast staðfestingar á samfélagsstöðu eiginkonu sinnar
og framtíðarstöðu og framtíðarrétti afkomendanna. Af sjálfu leið-
ir að Egill er að verja og treysta almennar undirstöður samfélags-
ins alls um leið. I kröfum Egils er ekki einfaldlega fégræðgi, eins
og merkir fræðimenn hafa haldið fram.40 Þetta var þvert á móti al-
mennt viðurkennd aðferð ættar til að krefjast eðlilegs réttar og
viðurkenndra bóta, en bæturnar urðu síðan af orðspori grundvöll-
ur efnahags og mannvirðinga. Ef ættin gerir ekki kröfur um slíkt er
hún að gefa stöðu sína frá sér. Baráttan sem ættin þarf að standa í
birtist þegar í 16. kafla þar sem brennur á Þórólfi eldra Kveld-
Úlfssyni og í 38. kafla þar sem Skalla-Grími finnst konungur gera
sér minnkun með gallaðri gjöf. Andstæður slíks koma fram er þeir
Egill og Arinbjörn skiptast á gjöfum í 62. kafla og fylgir þar meira
að segja forsaga gripanna sem gefnir og þegnir eru. Allt frá bernsku
er Agli ljóst hverju máli gjafir skipta og við fall Arinbjarnar minn-
ist Egils þessa í vísu í 81. kafla. Orlæti, veglyndi og mikilvægi
gagnkvæmni í gjöfum koma aftur og aftur fram í sögunni. Nefna
má 77. kafla, þar sem segir frá skilnaði þeirra Egils og Þorfinns, að
ógleymdum þeim hápunkti Egilssögu sem er í 55. kafla, þar sem
segir frá framkomu Egils við Aðalstein konung eftir fall Þórólfs.41
Sýnileg og varanleg vitnum studd ytri tákn, gripir, fé eða tákn-
rænar athafnir höfðingja frammi fyrir hirðinni eða á þingi skiptu
meginmáli á skjallausum tímum. Allt slíkt var skilið táknrænum
skilningi og samfélagsleg samskipti voru mjög í þeim anda yfir-
leitt. Verðmæti, t.d. slegin mynt eða sverð o.s.frv., gengu í erfðir og
með þeim sagan af því hvenær og hvernig og hvers vegna konung-
ur hafði veitt slíka gjöf og gripurinn hlaut nafn sitt af. Enn á síð-
ari tímum eru mannbætur, t.d. meðal Austurlandafólks, staðfest-
ing á samfélagsstöðu, svo og skreytt vopn o.þ.h. og gullgripir
40 Sigurður Nordal 1924, G. Turville-Petre 1953, Vésteinn Ólason 1998.
41 Egilssaga 1987: 384-85, 413, 463-64, 502-503, 487, 437-40.