Skírnir - 01.09.2000, Page 97
SKÍRNIR
NÚ ER HÉR KOMINN EGILL ...
333
bornir þannig að þeir sjást á velli. Og um þetta mætti nefna mörg
dæmi af glæsimennum Islendingasagna.
Um alla söguna gengur skyldurækni Egils sem rauður þráður.
Vináttan, skyldan við vini, tryggðin við fjölskyldu og hjónaband-
ið koma víða fram eftir að Egill er kominn til vits og ára og virð-
ast yfirleitt ráða mjög miklu um afstöðu hans og athafnir. Sérstak-
lega má nefna mágsskylduna sem fræðimenn hafa túlkað.42 Menn
hafa reyndar velt viðbrögðum og hegðun Egils fyrir sér þegar
brúðkaup Þórólfs stendur, en þá virðist hann hlaupa út undan sér,
missa stjórn á sér í 43. og 44. kafla.43 Afarmikil áhersla er lögð á að
sýna fram á réttar erfðir fjölskyldu Egils en rangindi Hildiríðar-
sona. Nú gæti samúð nútímalesanda vel verið hjá Hildiríðarson-
um, en málið var vitanlega mjög mikilvægt og viðkvæmt fyrir Egil,
eiginkonu hans og afkomendur og réttarstaðan var ljós í samfélag-
inu eins og lög stóðu til þá. Þannig var þetta mál mikilvægt sam-
félagsmál. Sjálfur grundvöllur réttra erfða, eignaskiptingar og
samfélagsins í heild var í húfi. Og Hildiríðarsynir grípa til rógsins
eins og áður er vikið að og verða berir að ofurdrambi og óhófi.
Það er íslenska ættin sem hefur réttan arf en norskir afkomendur
ekki. Þetta skiptir miklu máli í sögunni og varðar megininntak
hennar.
A ritunartíma Egilssögu, 13. öld, má ætla að réttur og staða Is-
lendings hafi skipt máli í samskiptum við norska höfðingja.44
Gunnar Benediktsson segir m.a.: „Annars er Egils saga óslitin frá-
sögn um viðureign íslenzkra landnámsmanna og afkomenda þeirra
við norska konungsvaldið."45 Afstaðan til konungsvaldsins kem-
ur aftur og aftur fram í Egilssögu. Afstaða Kveld-Ulfs birtist í 6.
og 19. kafla og viðhorf Skalla-Gríms, t.d. í 25. og 27. kafla, eru al-
veg skýr.46 I 26. kafla kemur fyrir orð sem ef til vill hefur haft sér-
42 Torfi H. Tulinius 1996.
43 Egilssaga 1987: 418-20. Sigurður Nordal 1942: 169-71. Sigurður telur þetta
forsendu að andlegri þróun Egils og „líklega hófsamasta ástarsaga sem til er í
heimsbókmenntunum" (1942: 169).
44 Sigurður Nordal 1933: xciv og víðar, Gunnar Benediktsson 1957: 151.
45 Gunnar Benediktsson 1957: 151.
46 Egilssaga 1987: 372-73, 389, 397, 400.