Skírnir - 01.09.2000, Page 98
334
JÓN SIGURÐSSON
SKÍRNIR
staka merkingu á ritunartíma sögunnar, en þar segir: „En er Har-
aldur var orðinn einvaldskonungur yfir landi öllu ,..“47 Samskipt-
in við konungsvaldið verða ástæður til þess að þeir ættmenn nema
land á Islandi, og sagan sýnir mismunandi farsæld manna, annars
vegar konungsmannanna Þórólfanna og hins vegar hefðarsinn-
anna og höldsréttarmannanna Gríms og Egils. Fjölskyldan er
klofin, ekki aðeins að útliti og skapferli heldur samsvarandi í af-
stöðu til samfélagsþróunarinnar. Konungsvaldið var mjög að þró-
ast, breytast og eflast á þeim tíma er ættin kýs að hverfa úr Nor-
egi til íslands. Aftur er konungsvaldið í öflugri sókn á ritunartíma
Egilssögu og hafa fræðimenn dregið ýmsar ályktanir af því.48
Um samskiptin við konunga í Egilssögu hafa mjög margir
fræðimenn fjallað.49 Þrettánda öldin er blómaskeið konungshug-
myndanna, en þær koma að sunnan og rekast á eldri hefðir germ-
anskra og norrænna þjóða. Egilssaga ítrekar þau sjónarmið sem
voru forsenda landnámsins og opinber afsökun og útskýring fyr-
ir byggð íslands - og þessu vildu íslendingar trúa og halda stíft
fram! Landnámsmenn voru varnarmenn eldri hefða sem voru á
undanhaldi. Þeir héldu út á opið haf til að verja arftekinn hetjuleg-
an rétt. Þeir snerust gegn sameiningu Noregs og mótun sterks
sameiginlegs konungsvalds. Slík var opinber skýring og afsökun
landnámsins. Egilssögu má þannig að hluta sjá sem málsvörn fyrir
íslendinga. Sagan er að hluta opinber útskýring landnámsins yfir-
leitt og íslands byggð er sýnd og skýrð sem hetjulegt athæfi.
IV.
Sagt er frá Jórvíkurför Egils í 60.-62. kafla sögunnar.50 Þessi för
Egils hefur löngum valdið mönnum heilabrotum og hafa tilgátur
verið settar fram um hana.51 Pétur Benediktsson hefur gert stutta
47 Sama: 398.
48 Gunnar Karlsson 1975, Björn Þorsteinsson og Sigurður Líndal 1978, Armann
Jakobsson 1997, Le Goff 1965.
49 Baldur Hafstað 1990: 91-96, Meulengracht Sorensen 1995.
50 Egilssaga 1987: 454-64.
51 Sigurður Nordal 1933, Odd Nordland 1956, Óskar Halldórsson 1967, Jón
Helgason 1969.