Skírnir - 01.09.2000, Page 100
336
JÓN SIGURÐSSON
SKÍRNIR
ungs. Hvað sem þessu líður má telja að önnur rök nægi til að skýra
Jórvíkurför Egils, sjálfviljuga göngu hans á fund Eiríks konungs
og viðtökur Eiríks, rök sem ekki taka með sér forsendur utan sög-
unnar sjálfrar um einhvern sérstakan aðdraganda annan. Hver svo
sem aðdragandinn var, hverjar svo sem voru ástæður þess að Egill
kemur þarna að landi og brýtur skip sitt við Humrumynni, þá
kom ekkert annað til greina en að ganga þegar í stað í konungs-
garð og gefa sig konungi á vald. Astæðurnar eru þessar:
1. Sá sem gefur sig öbrum á vald höfðar til alþekktra lögmála
gestrisni og griða. Höfðingi og drengskaparmaður getur ekki
annað en tekið á móti gestinum og hlustað á erindi hans, veitt
honum beina og gistingu meðan málið er lagtfram og umþað
fjallað. Aðeins versti ódrengur hrýtur þessi lög, og verður
skömm hans lengi uppi.
2. Ef Egill trúir í raun á málstað sinn, trúir því að hann hafi haft
hendur sínar að verja, heiður og samfélagsstöðu fjölskyldu
sinnar, xttar og erfingja, þá getur hann ekki runnið af þessum
hólmi, hlaupið á skóga eins og hann sjálfur viti upp á sig sök og
skömm.
3. Ef Egill trúir í raun á töframátt áhrinsorða sinna, rúnaristu og
galdra, þá getur hann ekki heldur hlaupist á hrott. Slíkt vœri
yfirlýsing um eigin sök, um eigin tvískinnung og um ranga beit-
ingu og misnotkun heilagrar kunnáttu.
4. Þessu til viðbótar má nefna röksemdir Péturs Benediktssonar
og annarra um sameiginlegan hag þeirra Eiríks og Egils eins og
málum var komið í Noregi eftir að Eiríkur hafði hrökklast frá
völdum þaðan.
5. Efasemdir um dráp Rögnvalds konungssonar hníga í sömu
átt.
6. Verslunarhagsmunir Egils, sem Kristján Albertsson nefnir, vísa
vitanlega líka til sömu áttar.
Ekkert annað gat komið til greina af hálfu Egils, hvernig svo sem
stóð á sjóferðum hans vestur þangað að öðru leyti. Ef til vill er
Egill rekinn áfram af einhverri sjálfsásökun eftir fall Þórólfs, svo
sem fræðimenn hafa látið sér til hugar koma. En eitt er aðdragand-