Skírnir - 01.09.2000, Page 103
SKÍRNIR
NÚ ER HÉR KOMINN EGILL ...
339
sína.61 12. vísa í 47. kafla er öflugt heróp en þar skorar hann á lags-
menn sína til atlögu.62 Nýgervinga-kvikmyndin í 32. vísu í 58.
kafla, þar sem Egill lýsir krappri siglingu, er alþekkt snilldar-
verk.63 Ismeygilegt háðið í kringum lýsingarorðið „æðri“, í 34.
vísu í 62. kafla, er líka löngu þekkt, og þá ekki síður hráslagalegt
sjálfsháðið í 45. vísu í 72. kafla þar sem Egill hæðist að því hvern-
ig hann sjálfur hefur goldið Armóði bónda viðtökurnar.64 Enn má
nefna tvísæilegar ellivísur Egils. I 20. og 35. vísu er merkileg áhersla
lögð á sjón og augu og bætist hún við önnur dæmi þar sem Egill
yrkir um höfuðið, augun og sjónina eða leggur út af skilningarviti
sjónarinnar.651 þessum dæmum birtist ákaflega skýr einstaklings-
skynjun skáldsins sem vakið hefur athygli fræðimanna. Halldór
Laxness telur Egil einstæðan að þessu leyti um margra alda
skeið.66 Vésteinn Ólason kemst m.a. svo að orði um kveðskap Eg-
ils: „Fjölvíða í skáldskap Egils kemur fram sjálfsvitund sem sting-
ur í stúf við hinn ópersónulega kveðskaparhátt flestra hirðskálda
... Hin skarpa sýn Egils og frjóa málnotkun. ... í annan stað er
kveðskapur Egils merkur fyrir þá mynd sem brugðið er upp af
auðugu tilfinningalífi, sýndur er metnaður og stolt, vinátta og ást,
hamslaus reiði og sorg.“67
Menn hafa rætt um það að einlægni Egils sé mis-mikil, t.d.
miklu minni í Höfuðlausn en Sonatorreki. En einlægnin í Höfuð-
lausn er a.m.k. tvíþætt: að leysa höfuð sitt - hvorki meira né
minna, og hvað skyldi einlægara? - og á hinn bóginn lögmál verk-
efnisins en hirðskáldskapur var virðuleg „sérfræðistaða“ við hirð-
ina. Hirðskáldið gegndi mjög mikilvægu embætti á skjallausum
tímum, og ætla mætti að skáldin tækju slíkt ákaflega alvarlega sem
og var. Skáldin lifðu af þessu og áttu heiður sinn og líf undir því.
Egill meira að segja heiðrar Eirík með róttækri formbyltingu,
61 Sama: 441.
62 Sama: 425.
63 Sama: 453.
64 Sama: 463, 480.
65 Sama: 439, 463. Bergljót S. Kristjánsdóttir 1997.
66 Halldór Laxness 1945.
67 Vésteinn Ólason 1992: 238, 244-45.