Skírnir - 01.09.2000, Side 105
SKÍRNIR
NÚ ER HÉR KOMINN EGILL ...
341
heilum kvæðum og hætt við að ekki héldist uppi andmælalaust að
hafa uppi algerar nýjungar frá rótum í sögu um þekkt skáld, höfð-
ingja og forföður. Höfundur kann að hafa „lagað“ eitthvað og ort
upp í gömlum kvæðum, bætt við hendingum og hugmyndum,
raðað upp eða fellt niður. En hér verður að skilgreina skýrt. Eitt
er að bæta við nýrri hugmynd inn í eldra kvæði sem fyrir liggur
eða laga hendingar þar sem t.d. hljóðþróun móðurmálsins hafði
fært úr lagi. Allt annað mál er að yrkja heilt kvæði frá rótum, tengt
meginatburðum í sögu þekkts höfðingja, og bæta því inn í söguna,
kvæði sem engar sagnir hafi áður verið til um. Væntanlega hefur
söguhöfundur líka orðið að geta borið fyrir sig einhvers konar
heimildir, arfsagnir eða geymd. Hér er um nokkra ólíka kosti að
velja: Sú Höfuðlausn sem við þekkjum nú kann að vera uppruna-
legt hugverk einstaklingsins Egils - eða algerlega frumleg sköpun
söguhöfundarins - eða endurkveðið, lagað og ritstýrt kvæði sem
miðast við arfsagnir og geymd eldra kvæðis. Síðastnefndi kostur-
inn er ekki fráleit ályktun.
I skáldskap Egils má greina fimm stig:
1. stig: Bernskuvísur, en sumir frœdimenn hafa talið að Agli hafi
verið „ hjdlpað “ með þœr73 - eða að hann hafi settþxr saman á
raupsaldrinum.
2. stig: Faglegur hirðskáldskapur sem virðuleg hefðbundin og
flókin starfsgrein er Egill, þ.e. skáldið í sögunni hvað sem líður
sannfrxði, iðkar og gerir m.a. róttæka formbyltingu.
3. stig: Töfraskáldskapur, Ixkningaskáldskapur, áhrinsorð, níð.
4. stig: Persónuleg skáldakvæði og vísur sem birta afstöðu til at-
burða, tilfinningar, náttúruskynjun, nýgervingar o.fl.
5. stig: Innileg og persónuleg djúp tjáning og útrás úr sálardjúp-
um, t.d. Sonatorrek.
í kveðskap Egils birtist snilld og höfðingsskapur flókins „sam-
setts“ persónuleika sem að hluta til breytir og hegðar sér eins og
önnur stórmenni en mótast einnig af óvenjukröftugri innri spennu,
ættgengu ósamræmi eins og Sigurður Nordal kallaði það, eða er
73 Hermann Pálsson 1994 a: 48.