Skírnir - 01.09.2000, Page 107
SKÍRNIR
NÚ ER HÉR KOMINN EGILL ...
343
dæmi kunn úr bókmenntum Evrópuþjóða fyrri alda í þessum
anda, jafnvel heil bókmenntagrein táknrænna „dýrasagna“. Höfð-
ingjar völdu sér skjaldarmerki með slíka tilvísun og meira að segja
viðurnefni og einkunnarorð, og mun „ljónshjarta" einna frægast.
Bergljót S. Kristjánsdóttir og Svanhildur Óskarsdóttir hafa gert
grein fyrir úlfs-tilvísunum Eglu varðandi Kveld-Ulfsættina.79
Táknsæið í lýsingum kemur hvað skýrast fram í tilbrigðunum
frægu í ættinni, og í því hve gjörvileikur Þórólfanna stenst engan
veginn frammi fyrir ógæfu fylgispektarinnar við konung en þeir
dökku og ljótu standa á sínu og sögunni lýkur með velgengni og
farsæld Egils, svo sem sagt var áður. Einar Pálsson hefur sérstak-
lega fjallað um táknsæi og djúpa innri merkingu lýsinganna í
Egilssögu, m.a. um merkingu úlfs-tilvísana í sögunni. Hann gerir
ráð fyrir að söguna megi lesa með aðferðum ritskýringar sem
minna að sumu leyti á viðurkennda Biblíugreiningu á miðöldum,
en þá var ráðið í lesmálið með tilteknum hætti til að finna innri eða
dýpri merkingu: „andlega", „dulúðga", „táknræna“ og þannig
áfram.80 Ut af fyrir sig vekur það sérstaka athygli að Egluhöfund-
ur vísar ekki til tiltekins dýrs eða dýra í kostulegri lýsingu sinni á
Agli í 55. kafla þar sem hann hleypir brúnum á víxl við hirðina
meðan hann bíður eftir nægilegum og sómasamlegum mannbót-
um.81 Má vera að samtímalesari hafi mátt sjá af lýsingunni beina
þekkta tilvísun, en einnig má vera að hér hafi höfundi þótt ástæða
til þess einmitt að láta lýsinguna, myndina, standa algerlega eina
sér og vekja jafnvel ennþá meiri athygli fyrir bragðið!
Kostulegur mannskilningur Egluhöfundar kemur fram í því að
Egill hleypur út undan sér í sögunni og á stráksskap til frá bernsku
til elli. Hlutverk kýmni og tvísæis er með ólíkindum og hefur
mikil áhrif á athugulan lesanda. Bernskusögurnar eru ekki til álits-
auka en þær gegna meðal annars hlutverki grobbsagna öldungsins
í framsetningu höfundar sem hvorki vildi né gat setið á sér og taldi
79 Bergljót S. Kristjánsdóttir og Svanhildur Óskarsdóttir 1992: xxiii-xxiv.
80 Einar Pálsson 1990. Badel 1984: 56-57. Vésteinn Ólason 1998: 186-92. Her-
mann Pálsson 1966, 1984, 1986.
81 Egilssaga 1987:438.