Skírnir - 01.09.2000, Side 113
FRANgOIS-XAVIER DILLMANN
Um rúnir í norrænum
fornbókmenntum
Við fornleifauppgröft í Viðey sumarið 1993 fannst viðarbútur sem
lætur lítið yfir sér, en er engu að síður mikilvæg viðbót við þekk-
ingu okkar á notkun rúnaleturs í hinum norræna heimi.1 Á bútnum
er rúnarista (1. mynd) og fannst hún í húsaleifum sem eru líklega frá
10. eða 11. öld.2 Því miður eru báðir endar viðarbútsins brotnir af
og þau tákn sem lesin verða á heillegustu hliðinni, þ.e.:... ab : fer :
kui..., eru illskiljanleg. Á tveimur öðrum hliðum viðarbútsins eru
einnig nokkrar rúnir, en fyrir utan orðið ast, sem samsvarar orðinu
ást í fornnorrænu máli, er merking þeirra einnig óljós.3
Þótt ekki hafi enn verið unnt að ráða fram úr textanum, þá
verður það að teljast viðburður í rannsóknarsögu rúnafræða þeg-
ar rúnarista finnst á Islandi, í mannvistarlagi frá 10. eða 11. öld.
Fram til þessa dags hafa rúnaáletranir sem fundist hafa á íslandi
1 Þessi grein er þýðing á ritgerðinni: „Les runes dans la littérature norroise. Á pro-
pos d’une découverte archéologique en Islande", Proxima Thulé, II, 1996, bls.
51-89. Hún byggist að mestu á efni tveggja fyrirlestra sem haldnir voru í Sví-
þjóð: hjá Félagi íslenskra fræða í Uppsölum, 26. apríl 1994, og 14. mars 1995 í
Stokkhólmi, á ráðstefnu um rúnafræði sem haldin var á vegum þjóðminjavarðar
og miðaldasafnsins. Höfundur er þakklátur fyrir þær gagnlegu athugasemdir
sem fram komu á þessum fundum. Eftirtaldir aðilar hafa veitt margvíslega að-
stoð við frágang á þessari grein: Lena Peterson og Marie Stoklund, Adolf Frið-
riksson, Gunnar Harðarson, Helmer Gustavson, Jan Ragnar Hagland, Björn
Hagström, Anders Hultgird, James E. Knirk og Claes Áneman. Eru þeim einn-
ig færðar bestu þakkir. Ritgerðin hefur birst í styttri gerð í sænskri þýðingu:
„Runorna i den fornislándska litteraturen. En översikt”, Scripta Islandica.
Isldndska sdllskapets drsbok, XLVI, 1995 (1996), bls. 13-28.
2 Sbr. túlkun Margrétar Hallgrímsdóttur í skýrslu um rannsóknina sem fram fór
undir hennar stjórn: Viðey. Fornleifarannsókn 1993. Afangaskýrsla, Reykjavík,
1994 (Skýrslur Árbæjarsafns, XXXVIII), bls. 8-11.
3 Sjá athuganir James E. Knirk í fræðilegri útgáfu hans á áletruninni: „Runepinnen
fra Viðey, Island", Nytt om runer, IX, 1994 (1995), bls. 20.
Skírnir, 174. ár (haust 2000)