Skírnir - 01.09.2000, Side 118
354
FRAN<J OIS-XAVIER DILLMANN
SKÍRNIR
Eftir ragnarök, segir skáldið, munu þeir æsir sem komast af safn-
ast saman á Iðavelli:12
oc minnaz þar á megindóma
oc á Fimbultýs fornar rúnar.13
Þótt ætla megi að „fornar rúnar" í þessu samhengi merki „leynd-
armál" eða „leyndardómar", er ekki hægt að útiloka með öllu
merkinguna „rúnir fornar“, eins og sænski fornleifafræðingurinn
Birger Nerman hefur haldið fram í, að vísu, alldjarflegri grein.14
I flestum tilfellum má hins vegar segja að túlkun orðanna rún
og stafr sé ekki miklum vandkvæðum bundin. I 80. vísu Háva-
mála15 notar skáldið augljóslega hugtakið rún í merkingunni „let-
ur“, þegar segir frá því að almáttugir guðir sköpuðu rúnar, og
fimbulþulr (sem eflaust á að tákna Óðin) risti þær. í þessari vísu
notar skáldið tvær hlutstæðar sagnir og er önnur þeirra raunar
terminus technicus í rúnaritun.16
I Hávamálum er einnig að finna lýsingu á stórfenglegri vígslu-
athöfn: Óðinn segir frá því hvernig hann hékk „nætr allar nío“
uppi í heimstrénu í því skyni að komast yfir rúnirnar; táknin sem
færðu honum yfirburðaþekkingu.17 Eins og sýnt verður hér á eft-
12 Sama útg., bls. 14. Samsetta orðið Fimbultýr, sem þýðir orðrétt „hinn mikli
guð“, er að öllum líkindum eitt af mörgum nöfnum Óðins.
13 Þessar fjórar línur eru teknar upp að hluta í Snorra-Eddu, í 53. kafla Gylfaginn-
ingar, sjá útgáfu Anne Holtsmark og Jóns Helgasonar, Snorri Sturluson. Edda.
Gylfaginning og prosafortellingene av Skáldskaparmál, Kaupmannahöfn,
Munksgaard (Nordisk Filologi, A, I), 1950, bls. 75; sbr. þýðingu höfundar,
L’Edda. Récits de mythologie nordique par Snorri Sturluson, París, Gallimard
(L’aube des peuples), 1991, bls. 101, og nmgr. 2, bls. 192.
14 „Fimbultýs fornar rúnar", Arkiv för nordisk filologi, LXXXV, 1970,
bls. 206-207.
15 Útg. Kuhns, bls. 29.
16 Sögnin að „fá“ sem höfundur Hávamála notar í 80. vísu (oc fádi fimbulþulr)
merkti upphaflega að „lita“ eða að „mála“, en hefur snemma fengið á sig merk-
inguna að rista rúnir. Um þetta efni, sjá einkum doktorsritgerð Else Ebel, Die
Terminologie der Runentechnik. Dissertation zur Erlangung des Doktorgrades
der Philosophischen Fakultát der Georg-August-Universitát zu Göttingen,
1963, VIII + 172 bls. (hér bls. 30-35).
17 Hávamál, 138.-145. vísa, útg. Kuhns, bls. 40—41. Bókfræðin í kringum þennan
þátt er umfangsmikil (sbr. ritgerð höfundar, Les runes dans la littérature nor-
roise) og bætist við á hverju ári. Sjá grein Elizabeth Jackson, „A new perspect-
ive on the relationship between the final three sections of Hávamál and on the
role of Loddfáfnir“, Saga-Book, XXIV, 1, 1994 (1995), bls. 33—57.