Skírnir - 01.09.2000, Síða 119
SKÍRNIR UM RÚNIR í NORRÆNUM FORNBÓKMENNTUM 355
ir skiptir þessi eftirminnilegi þáttur höfuðmáli fyrir skilning okk-
ar á goðsögninni um guðlegan uppruna rúnanna, sem og á hinum
yfirnáttúrlegu kröftum þeirra. Skömmu síðar í kvæðinu, þ.e. í 157.
vísu, lætur skáldið Óðin lýsa öflugum galdri, þar sem rúnir voru
ristar, og þá málaðar, í því skyni að lífga við hengdan mann og
komast þannig í samband við hann.18
I nokkrum öðrum goðakvæðum er að finna mjög áhugaverða
kafla um rúnir. Hér má t.d. nefna álög þau sem skósveinn Freys,
Skírnir, lagði á Gerði, eins og sagt er frá í Skírnismálum:19
Þurs ríst ec þér oc þriá stafi,
ergi oc ceði oc óþola;
svá ec þat af ríst sem ec þat á reist,
ef goraz þarfar þess.20
I Rígsþulu, sem hefur að geyma goðsögulega lýsingu á upphafi
stéttskiptingar á norðurslóðum að fornu,21 kemur fram að rúna-
kunnátta færði víðtæk völd: í krafti þekkingar sinnar á ævinrúnum
og aldrrúnum var Konr ungur fær um að „mpnnum biarga“,
„eggiar deyfa“ og „ægi lægia“.22
18 Útg. Kuhns, bls. 43.
19 36. vísa, sama útg., bls. 76.
20 Túlkun fyrstu fjögurra línanna er mjög umdeild, sjá: Klaus von See et aí, Skírn-
ismdl. Modell eines Edda-Kommentars, Heidelberg, Winter, 1993, bls. 89-92;
id., Kommentar zu den Liedern der Edda. Bd. 2: Götterlieder (Skírnismál,
Hárbarðslióð, Hymiskviða, Lokasenna, Þrymskviða), Heidelberg, Winter,
1997, bls. 133 sq.; umfjöllun um mismunandi túlkunarmöguleika fyrri helmings
vísunnar er að finna í ritgerð höfundar, Les runes dans la littérature norroise
(sbr. nmgr. 8). Sú lausn sem virðist síst stangast á við reglur setningafræðinnar
er fólgin í því að lesa nafn rúnarinnar út úr fyrsta stafnum, þ. Samkvæmt
nokkrum heimildum (einkum norskum og íslenskum rúnakvæðum, sbr. L.
Musset, op. cit., bls. 122 sq.), hafði þetta tákn, sem nefnist þurs, orð á sér fyrir
að vinna konum mein. Það er hæpnara að reyna að skera úr um hvort skáldið
segi að Skírnir hygðist a) rista orðið þurs í heild sinni, eða b) rista þrisvar (eða
jafnvel fjórum sinnum) sama táknið þ, eða c) nota þrjár rúnir sem standa fyrir
þau þrjú mein sem nefnd eru í síðari erindum.
21 Sjá einkum grein Georges Dumézil, „La Rígsþula et la structure sociale indo-
européenne“, Revue de l’histoire des religions, CLIV, 1958, bls. 1-9; - nýja út-
gáfu með aukinni umfjöllun og neðanmálsgreinum er að finna í: id., Apollon
sonore et autres essais. Vingt-cinq esquisses de mythologie, París, Gallimard
(Bibliothéque des sciences humaines), 1982, bls. 209-21.
22 43. vísa, sama útg., bls. 286.