Skírnir - 01.09.2000, Side 120
356
FRANgOIS-XAVIER DILLMANN
SKÍRNIR
Hetjukvæðið Sigrdrífumál hefur að geyma frásögn af rúna-
kennslu sem var veitt Sigurði Fáfnisbana ungum. Eftir að Sigurðr
vekur valkyrjuna Sigrdrífu af dásvefni fræðir hún hann um þá
duldu krafta sem rúnirnar bjuggu yfir er þær voru ristar í efni og
á gripi af margvíslegum toga.23
Nokkrar dróttkveðnar vísur lýsa einnig yfirnáttúrlegum
áhrifamætti rúnanna. I fyrstu ferð sinni til Noregs tekur Egill
Skallagrímsson þátt í blótveislu á Atley og mælir af munni fram
vísu sem hefst með þessum snotru ljóðlínum:24
Rístum rún á horni
rjóðum spjpll í dreyra
Hafði Agli verið færður eitraður drykkur, en töframáttur rúnanna
splundrar drykkjarhorninu og verður það skáldinu til lífs.
Er Egill var staddur í Svíþjóð, síðar á sinni viðburðaríku ævi, á
hann að hafa ort aðra vísu um kraft rúnanna. Söguhetjan kemur á
bæ þar sem bóndadóttir, Helga að nafni, hefur legið sjúk um langa
hríð.25 Hafði bóndasonur í sveitinni rist manrúnar á hvalskíði og
sett í rúm Helgu. En þar eð hann hafði ekki fullt vald yfir rúna-
spekinni hafði ristan önnur áhrif en til stóð: stúlkan varð fársjúk
og náði ekki heilsu fyrr en Egill kom og tók til sinna ráða. Hann
skefur niður merkin og brennir tálknið, en ristir svo rúnir til
lækningar stúlkunni. Síðan snuprar hann klaufann í eftirfarandi
vísu:
Skalat maðr rúnar rísta,
nema ráða vel kunni,
þat verðr mgrgum manni,
es of myrkvan staf villisk;
sák á telgðu talkni
tíu launstafi ristna,
þat hefr lauka lindi
langs ofrtrega fengit.
23 5.-19. vísa, samaútg., bls. 190-94. Um þessar vísur, sjá: E.Jackson, „Anewper-
spective ...“.
24 Egils saga Skalla-Grímssonar, Sigurður Nordal gaf út, Reykjavík, Hið íslenzka
fornritafélag (íslenzk fornrit, II), 1933, xliv. kafli, bls. 109.
25 Sama útg., lxxii. kafli, bls. 229-30.