Skírnir - 01.09.2000, Síða 121
SKÍRNIR UM RÚNIR í NORRÆNUM FORNBÓKMENNTUM 357
Egils saga er sérlega auðug af lýsingum á fjölkynngi og trúarlegum
athöfnum norrænna manna. I 57. kafla sögunnar reisir söguhetjan
Eiríki blóðöx og Gunnhildi drottningu konu hans níðstöng og
ristir þar á bölbæn í rúnum.26 Þetta atvik hefur löngum notið at-
hygli fræðimanna27 og minnir mjög á sams konar frásögn í Vatns-
dæla sögu, en þar segir einnig frá bölbæn sem rist var með rúnum
á níðstöng.28
Víkjum að Agli á ný. I 78. kafla sögunnar vísar höfundurinn á
óbeinan hátt til þess að tíðkast hafi að færa ljóð í letur með því að
rista það með rúnum á kefli: Þorgerðr hvetur Egil föður sinn til að
yrkja erfikvæði eftir soninn Böðvar og kveðst hún ætla að rista
það á kefli.29 Er þessi háttur einnig nefndur í öðrum Islendinga
sögum, t.d. varðandi Hallmundarkviðu í Grettis sögu30 og í Flóa-
manna sögu er vísan ekki rist á kefli, heldur á ár.31 Oftar eru það
þó lengri eða skemmri skilaboð í óbundnu máli sem eru rist með
rúnum á kefli, eins og sjá má af Gísla sögu, Svarfdæla sögu og Víg-
lundar sögu.32
26 Sama útg., bls. 171.
27 Sjá einkum hina gagnmerku doktorsritgerð Bo Almqvist, Norrön niddiktning.
Traditionshistoriska studier i versmagi. I. Nid mot furstar [með samantekt á
ensku], Stokkhólmi - Gautaborg - Uppsölum, Almqvist & Wiksell (Nordiska
texter och undersökningar, XXI), 1965, 260 bls. (hér bls. 89-118, með fjöl-
mörgum neðanmálsgreinum, þar sem finna má bókfræðina um þetta efni í
heild); - sjá einnig grein Georges Dumézil, „La malédiction du scalde Egill...“,
í id., L’oubli de l’homme et l’honneur des dieux, et autres essais. Vingt-ánq
esquisses de mythologie (51-75), París, Gallimard (Bibliothéque des sciences
humaines), 1985, bls. 278-98; - varðandi níðstöng sérstaklega, sjá nýlega rann-
sókn Anna Birgitta Rooth, „Nidstángen och andra stánger“, Saga och Sed.
Kungl. Gustav Adolfs Akademiens drshok 1991 (1992), bls. 73-91.
28 Vatnsdœla saga, Einar Ól. Sveinsson gaf út, Reykjavík, Hið íslenzka fornrita-
félag (íslenzk fornrit, VIII), 1939, XXXIV. kafli, bls. 91.
29 Sama útg., bls. 245.
30 Grettis saga Ásmundarsonar, Guðni Jónsson gaf út, Reykjavík, Hið íslenzka
fornritafélag (íslenzk fornrit, VII), 1936, lxii. kafli, bls. 203.
31 Flóamanna saga, Finnur Jónsson gaf út, Kaupmannahöfn (Samfund til udgivelse
af gammel nordisk litteratur, LVI), 1932, xxiv. kafli, bls. 44; það er rétt að leggja
áherslu á að þessi þáttur er ekki nema í einni gerð sögunnar, sem varðveitt er í
handritinu AM 445 b 4°.
32 Gísla saga Súrssonar, Björn K. Þórólfsson gaf út, Vestfirðinga SQgur, Reykjavík,
Hið íslenzka fornritafélag (íslenzk fornrit, VI), 1943, xxiv. kafli, bls. 77; sjá
einnig forvitnilegt atvik í 34. kafla, bls. 109-10, en þar er sagt frá því er Gísli
ristir rúnir á kefli, án þess að lesandinn fái að vita í hvaða tilgangi það er gert.