Skírnir - 01.09.2000, Side 122
358
FRANgOIS-XAVIER DILLMANN
SKÍRNIR
Frásagnir um þann sið að rista rúnir á kefli er ekki einvörð-
ungu að finna í Islendinga sögum, heldur og öðrum greinum nor-
rænna fornbókmennta: íslendinga þáttum,33 konungasögum, þ.e.
Hákonar sögu Hákonarsonar,34 og fornaldarsögum, bæði í Stur-
laugs sögu starfsama og Þorsteins sögu Víkingssonar.35
Fjöldi annarra norrænna verka lýsir á misjafnlega ítarlegan hátt
hvernig rúnir voru notaðar á ýmsa lund, til hagnýtra hluta jafnt
sem til galdra, og ristar á jafn ólíka hluti sem kefli og vaxtöflur, eða
jafnvel á járnhringi og dýrabein - sbr. frásögnina af skiprekanum
við strönd Grænlands í Sturlunga sögu.36
Af þessu má sjá að rúnir eru nefndar í öllum helstu bók-
menntagreinum: eddukvæðum og dróttkvæðum, íslendinga sög-
um, konungasögum, fornaldarsögum og samtíðarsögum, en einn-
ig í latínuþýðingum, hvort heldur um sagnfræðilegt efni (s.s.
Rómverja saga) eða rit trúarlegs eðlis (Postola sggur), lögspeki og
læknisfræði, að ógleymdum málfræðiritgerðum.37
- Svarfdœla saga, Jónas Kristjánsson gaf út, Eyfirðinga SQgur, Reykjavík, Hið
íslenzka fornritafélag (íslenzk fornrit, IX), 1956, XII. kafli, bls. 154-55, og XIII.
kafli, bls. 157. - Víglundar saga, Jóhannes Halldórsson gaf út, Kjalnesinga saga,
Reykjavík, Hið íslenzka fornritafélag (íslenzk fornrit, XIV), 1959, xvm. kafli,
bls. 100.
33 Sjá: Þáttr Þorsteins uxafóts, sem er varðveittur IFlateyjarbók (Guðbrandur Vig-
fússon og C. R. Unger gáfu út, I. bindi, Christiania, 1860, bls. 250-51).
34 Sjá útgáfu Finns Jónssonar á einni megingerð þessarar sögu: Eirspennill. AM 47
fol., Christiania, Den norske historiske kildeskriftskommission, 1913-
1916, cxlii. kafli, bls. 543 og CCXXXIII. kafli, bls. 591.
35 Sjá: Sturlaugs saga starfsama, Guðni Jónsson og Bjarni Vilhjálmsson gáfu út,
Fornaldarsögur Norðurlanda, II, Reykjavík, 1944, xxn. kafli, bls. 344-45, og
Þorsteins saga Víkingssonar, ibid., xvill. kafli, bls. 226.
36 Útgáfa Kristian Kálund, Sturlunga saga efter membranen Króksfjarðarbók, I.
bindi, Kaupmannahöfn-Kristiania, Det kongelige Nordiske Oldskrift-Selskab,
1906, bls. 153.
37 Um þetta efni, sjá Björn Magnússon Ólsen, Runerne i den oldislandske litera-
tur, op. cit., og einkum nýlegar rannsóknir Jan Ragnar Hagland, „„Den forste
grammatiske avhandling" og islandske runer“, í Steinar Supphellen (ritstj.),
Kongsmenn og krossmenn. Festskrift til Grethe Authén Blom, Þrándheimi, Tap-
ir (Det kongelige norske Videnskabers selskab. Skrifter, I), 1992, bls. 131-38; -
„Mote mellom to skriftsprákskulturar? Til sporsmálet om runeskrift har noko
á seia for lingvistisk analyse i Forste grammatiske avhandling“, Islenskt mál,
XV, 1993, bls. 159-71. í þessum greinum sýnir höfundurinn fram á að Fyrsta
málfræðiritgerðin geymi óbeina en mikilvæga sönnun þess að á íslandi á 12. öld
hafi djúptæk þekking á rúnaskrift verið fyrir hendi.