Skírnir - 01.09.2000, Page 123
SKÍRNIR UM RÚNIR í NORRÆNUM FORNBÓKMENNTUM 359
Loks er vert að nefna það að þessar frásagnir um rúnir eru frá
mismunandi tímum: Er sumar að finna í verkum sem samin voru
fyrir kristnitöku (þ.e.a.s. nokkur eddukvæði og fáein dróttkvæði),
en aðrar koma fyrir í mun yngri textum, t.d. í þýðingum á ridd-
arasögum sem ættaðar eru frá meginlandinu.
Frásagnir í norrænum bókmenntum gefa því fjölskrúðuga
mynd af notkun rúna á Islandi fyrir kristnitöku og fram á miðald-
ir. Mikilvægt er að spyrja nú hvort þessar frásagnir hafi eingöngu
verið spunnar af ímyndunarafli höfundanna, eða hvort þær endur-
spegli öllu heldur raunverulega rúnanotkun, sem greina megi í
ljósi frumheimilda, þ.e. áletrananna sjálfra.
Frá norrxnum bókmenntum til rúnaáletrana
Það á við um rúnir sem flestar aðrar fornar áletranir, að þær má
rannsaka á afar mismunandi hátt, s.s. út frá sjónarhorni fornleifa-
fræði, fornletursfræði, stílfræði, textafræði, bókmenntafræði,
sagnfræði, trúarbragðafræði og félagsfræði. Hér verður látið
nægja að fjalla um aðeins nokkra þessara þátta og vikið fyrst að
rúnakeflum. Enginn vafi leikur á að rúnakeflin eru mjög mikilvæg
í þessu samhengi, því að lýsingar fornritanna á þeim höfðu fyrr á
öldinni verið dregnar í efa og talið að höfundar fornritanna hefðu
heimfært hætti samtíðar sinnar upp á fortíðina.
Eins og bent hefur verið á kippir fundur rúnakeflisins í Viðey
stoðum undan þessari afstöðu, enda er þarna komin fram óhrekj-
anleg staðfesting á áreiðanleika frásagna í allnokkrum Islendinga
sögum, a.m.k. hvað rúnakeflin varðar. En samræmið milli frá-
sagna í bókmenntum og vitnisburðar fornleifafræðinnar hvílir
ekki eingöngu á litla viðarbútnum frá Viðey. Rúnakefli frá vík-
ingaöld eða öndverðum miðöldum hafa fundist víðar síðustu ára-
tugi, ekki eingöngu á Norðurlöndum heldur einnig í flestum öðr-
um löndum sem norrænir menn námu eða fóru um á tímum út-
þenslunnar.
I byggðaleifum norrænna manna á Grænlandi hafa fundist
u.þ.b. 80 rúnaáletranir. Þeirra á meðal er kefli sem fannst í Narsaq
árið 1953 (3. mynd). Samkvæmt forsendum rúnafræðinnar er text-