Skírnir - 01.09.2000, Síða 124
360
FRAN<J OIS-XAVIER DILLMANN
SKÍRNIR
inn frá því fyrir 102038 og er sú niðurstaða í samræmi við forn-
leifafræðilega aldursgreiningu á laginu sem gripurinn fannst í.39
Einnig hafa fundist allnokkrir gripir með rúnaáletrunum í
löndunum austan og sunnan Eystrasalts. Ber þar sérstaklega að
geta langs keflis úr greni sem fannst í Staraja Ladoga í Rússlandi
árið 1950. A þessum grip, sem talinn er vera frá 9. öld, er mjög
áhugaverð áletrun með alls 52 táknum.40 I húsarústum skammt frá
Wolin-höfn í Póllandi fannst kefli úr ýviði.41 Áletrunin er að vísu
ekki jafn stórfengleg, en aldur hennar (öndverð 11. öld) er enn ein
staðfesting þess að rúnakefli voru notuð víða um lönd, víkingaöld
á enda.
Hvað Norðurlöndin varðar, þá hafa fjölmörg rúnakefli fund-
ist í Björgvin, en þau virðast ekki vera eldri en frá 12. öld. Hins
vegar mun elsta þekkta rúnakeflið sem fundist hefur í Þrándheimi
38 Erik Moltke, „En gronlandsk runeindskrift fra Erik den Rodes tid. Narssaq-
pinden“, Gronland, 1961, bls. 401-10; - sjá grein Marie Stoklund, „Objects
with runic inscriptions from 0 17a“, í C. L. Vebæk (ritstj.), Narsaq - a Norse
landnáma farm, Kaupmannahöfn, Kommissionen for videnskabelige Und-
ersogelser i Gronland (Meddelelser om Gronland, Man & Society, XVIII),
1993, bls. 47—50 - hér er að finna rækilega bókfræði um þessa áletrun sem lík-
lega varðar galdra eða átrúnað.
39 C. L. Vebæk, „Radiocarbon datings of objects from 0 17a“, í id. (ritstj.), op.
cit., bls. 73.
40 Samkvæmt einni tilgátu sem sett hefur verið fram um þetta efni svipar áletrun-
inni til dróttkvæðrar vísu og er þar lýst þremur norrænum goðsögnum, máluð-
um á skjöld, sbr. mikilvæga grein eftir Gerd Host, „To runestudier. I. Innskrift-
en fra Gamle Ladoga", Norsk Tidsskrift for Sprogvidenskap, XIX, 1960,
bls. 418-88 (með samantekt á ensku og 6 myndabls.) og umfjöllun um hana hjá
Wolfgang Krause, „Die Runeninschrift von Alt-Ladoga“, ibid., bls. 555-63; -
sjá einnig almennt yfirlit eftir Aslak Liestol, „Runic Inscriptions", í Varangian
Problems. Report on the First International Symposium on the Theme: The
Eastern Connection of the Nordic Peoples in the Viking Period and Early
Middle Ages. Moesgaard-University of Aarhus, 7th-llth October 1968, Kaup-
mannahöín, Munksgaard (Scando-Slavica, Supplementum, I), 1970,
bls. 121-32; og loks athugasemd Olga I. Davidan og Ingmar Jansson, „Báton
runique", í Else Roesdahl, Jean-Pierre Mohen og Fran$ois-Xavier Dillmann
(ritstj.), Les Vikings ... Les Scandinaves et l’Europe 800-1200, París, Associ-
ation frangaise d’action artistique og Norræna ráðherranefndin, 1992, bls. 301,
nr. 278.
41 Keflið er tæplega 15 sm langt, en það vantar í textann; sjá athugasemdir Wla-
dyslaw Filipowiak, „Báton runique", í E. Roesdahl et al. (ritstj.), op. cit.,
bls. 296, nr. 258.