Skírnir - 01.09.2000, Síða 128
364
FRANgOIS-XAVIER DILLMANN
SKÍRNIR
in sænska er ort undir bragarhætti. Hún hefst með þessum orð-
52
um.
: hir : skal: stenta : staena : þisÍR : runum : ru[þ]nÍR :
sem verður í samræmdri fornsænsku:
Her skal standa
stæinaR þessÍR,
runum ruðnÍR ...
Ekki er nauðsynlegt að ætla að blóð hafi verið notað til að lita
áletrunina: miklu fremur gæti rauði liturinn hafa verið valinn af
hagkvæmnis- eða fegurðarástæðum, svo að línurnar skeri sig úr
gagnvart grunni rúnasteinsins. Ef þörf krafði gat rúnasmiðurinn
notað ýmsa liti, sérstaklega svartan, hvítan og rauðan, eins og sjá
má á nokkrum fallegum steinum sem fundust í Skandinavíu,
einkum á Öland, fyrir um 40 árum.53 Að sjálfsögðu útilokar
þetta ekki að sumir rúnasteinar hafi verið „roðnir blóði“ við
helgiathafnir. Á steinhellu í gröf frá 7. öld, sem fannst í Eggja í
Sogni árið 1917, er áletrun sem gæti þýtt að *ná-sjó [“Lig-Sjo,
Blod“] hafi verið skvett á steininn.34 Túlkunin á þessari kenn-
52 Sbr. útg. Södermanlands runinskrifter, Stokkhólmi (Sveriges runinskrifter, III),
1924-1936, bls. 182 (= Sö 206); sjá einnig Sven B. F. Jansson, Runinskrifter i
Sverige, Stokkhólmi - Gautaborg - Uppsölum, Almqvist $c Wiksell, 1963 - til-
vísun hér byggir á 2. útg., Stokkhólmi, AWE—Gebers, 1977, bls. 159 sq.\ - id.,
The Runes of Sweden. Translated by Peter G. Foote, Stokkhólmi, Norstedt,
1962 - tilvísun hér byggir á 2. útg. sem ber heitið Runes in Sweden, Stokk-
hólmi, Gidlunds, 1987, bls. 153 sq.
53 S. B. F. Jansson, Runinskrifter i Sverige, op. cit., bls. 163 sq.; - id., Runes in
Sweden, op. cit., bls. 155 sq.;~id., „Om runstensfynden vid Köping pi Öland“,
Fornvdnnen, XLIX, 1954, bls. 83-90 (þar í er ljósmyndahefti með athugasemd-
um eftir Iwar Anderson, „Avbildningar i farg av runstensfragment frán Köp-
ings kyrka pá Oland"). Finna má yfirlit um rúnasteina með litaleifum í grein
Ingegerd Marxen og Erik Moltke, „The Jelling Man and other paintings from
the Viking Age“, Mediaeval Scandinavia, XII, 1988, bls. 107-21.
54 Þessi tilgáta var sett fram af norska fræðimanninum Magnus Olsen, sem fyrst-
ur tók þessa löngu áletrun til rækilegrar athugunar - og annaðist fræðilega út-
gáfu á henni: Norges Indskrifter med de aldre Runer, III, 2, Kristjaníu, Det
Norske Historiske Kildeskriftfond, 1919-1924, bls. 77-197 (= nr. 55, „Eggjum"),
hér bls. 132.