Skírnir - 01.09.2000, Qupperneq 131
SKÍRNIR UM RÚNIR í NORRÆNUM FORNBÓKMENNTUM 367
eksender : þer : ekseaþer : ylhiar : erhi: okoþola
verður:
ek sendi þér,
ek sé á þér,
ylgjar ergi
ok óþola.
Annað þeirra tveggja atriða sem bölbæn Skírnis byggir á kemur
fram á miklu eldra tímaskeiði, eins og sjá má af áletruninni sem var
klöppuð á stein um 600 í Gummarp (6. mynd) í Blekinge við suð-
urströnd Svíþjóðar:59
hAþuwolAÍA sAte stAbA þria f f f
Ef gera má ráð fyrir að áletrunin sé heil, og að fyrsta orðið standi
í nefnifalli, þá verður hún svona:
Haduwolf setti stafi þrjá f f f.
En ef þetta er brot af lengri texta og mannsnafnið í þolfalli, þá:
[Til minningar um] Haduwolf, setti [NN] stafi þrjá f f f.
Ástæðan til þess að rúnin f er hér höfð þreföld hlýtur að liggja í
ið eftir að svipaðar særingarþulur er að finna í þýskum miðaldatextum, og
breytir hann því túlkun sinni á seinni sögninni: leshátturinn sé a (sögnin sjá og
forsetningin á) hefur verið færður til samræmis við rúnaáletrunina í stað síða
(sögnin að síða, þ.e. „fremja seið“), sem hafði verið tekin til athugunar í fyrri
gerð greinarinnar.
59 Þessi steinn sem þekktur hefur verið frá öndverðri 17. öld Qon Skonvig skráði
áletrunina um 1627 að ósk danska fræðimannsins Ole Worm), var fluttur til
Kaupmannahafnar árið 1652, en hvarf í brunanum mikla 1728. Varðandi text-
ann sem hér er vísað til, sjá hina mikilsverðu doktorsritgerð E. Moltke, Jon
Skonvig og de andre runetegnere. Et bidrag til runologiens historie i Danmark
og Norge, I—II, Kaupmannahöfn, Munksgaard (Bibliotheca Arnamagnæana.
Supplementum, I—II), 1956-1958 (hér I, bls. 143; II, bls. 94-98); - sjá einnig út-
gáfu Lis Jacobsen og Erik Moltke á rúnaáletrunum í Danmörku: Danmarks
Runeindskrifter, I—II, Kaupmannahöfn, Munksgaard, 1941-1942 (hér I, nr. 358,
dálkur 405-407 og 780); - L. Musset, op. cit., bls. 363-64 (= nr. 26); - Wolfgang
Krause (í samvinnu við Herbert Jankuhn), Die Runeninschriften im álteren
Futhark, I, Göttingen, Vandenhoeck & Ruprecht (Abhandlungen der Aka-
demie der Wissenschaften in Göttingen. Philologisch-historische Klasse, 3.
röð, LXV), 1996, bls. 205-209 (= nr. 95); - S. B. F. Jansson, Runinskrifter i
Sverige, op. cit., bls. 25; - id., Runes in Sweden, op. cit., bls. 24.