Skírnir - 01.09.2000, Side 135
SKÍRNIR UM RÚNIR í NORRÆNUM FORNBÓKMENNTUM 371
í goðsögnum um rúnirnar - á mörkum galdra og trúar - má sjá
margar, nákvæmar samsvaranir milli texta í bókmenntum og áletr-
ana. Sú merkasta þeirra varðar guðlegan uppruna rúnatáknanna.
Samkvæmt 80. og 142. vísu Hávamála voru það ginregin, hinir al-
máttugu guðir, sem sköpuðu rúnirnar í öndverðu.66 Hér fylgir
skáldið fornri hefð því að á tveimur steinum frá 7. og 9. öld í Vestur-
Gautlandi í Svíþjóð er sama orðalag og í eddukvæðinu. Höfundur
eldri áletrunarinnar, sem er á Noleby-steininum (9. mynd), kunn-
9. mynd. Rúnasteinninn frá Noleby í Vestur-Gautlandi í Svíþjóð. Frá 7. öld.
Steinninn er núna til sýnis á sænska þjóðminjasafninu í Stokkhólmi. Upphaf áletr-
unarinnar (efsta línan, frá vinstri til hægri) lesist: runofahiraginakudo.
66 Samkvæmt h'klegustu túlkuninni á þessu heiti er það samsett með fleirtölu-
myndinni af hvorugkynsorðinu regin (nafnorð sem finna má í allnokkrum
goðfræðilegum hugtökum - t.d. í mgnarak og ragnarek(k)r) og áhersluforliðn-
um gin-, sem kemur ekki aðeins fram í Ginnungagap, heldur einnig í samsett-
um nafnorðum sem finna má í fornum áletrunum: ginoronoR og ginArunAR
(á steinum frá Stentoften og Björketorp í Blekinge); um þetta efni sjá grein Jan
de Vries, „Ginnungagap“, í Acta philologica Scandinavica, V, 1930-1931,
bls. 41-66 (endurútgefið í id., Kleine Schriften, Berlín, Walter de Gruyter, 1965,
bls. 113-32); sjá einnig grein höfundar, „Ginnungagap“, í Heinrich Beck et al.
(ritstj.), Reallexikon der Germanischen Altertumskunde, XII, 199S, bls.
118-23.