Skírnir - 01.09.2000, Síða 138
374
FRANgOIS-XAVIER DILLMANN
SKÍRNIR
eftir kristnitökuna á Norðurlöndum.73 Kemur hún m.a. glöggt
fram í Sólarljóðum, sem voru líklega samin á fyrri hluta f3. aldar.74
Þar er vikið að rúnum með orðum sem lýsa vanþóknun skáldsins
og þær settar í „heiðið“ samhengi. I 60. vísu er t.d. sagt frá þeim
sem deyja án þess að hafa hlotið náð og blessun kirkjunnar:75
Heiðnar stjgrnur
stóðu yfir hgfði þeim
fáðar feiknstgfum.
Hér má einnig nefna 61. vísu, en þar er lýsing á kvalafullum örlög-
um þeirra sem gerst höfðu sekir um öfund:76
73 Því fer þó fjarri að þetta viðhorf hafi verið almennt í norrænum löndum í heild,
sbr. þá minnisvarða sem reistir voru á kristniboðstímanum og síðar (t.a.m. í
miðhéruðum Svíþjóðar á 11. öld). Áletranirnar eru alloft kristnar bænir, eink-
um ákall um frið fyrir sálu hins látna, og fjöldi steina er prýddur krossi. Um
þetta efni, sjá einkum L. Musset, op. cit., bls. 252-53 og 260-62; - sjá einnig
mikilvægt framlag á þessu sviði eftir sama höfund, „La pénétration chrétienne
dans l’Europe du Nord et son influence sur la civilisation scandinave“, í La
conversione al cristianesimo nell’Europa dell’alto medioevo, Spoleto (Settimane
di studio del Centro italiano di studi sull’alto medioevo, XIV), 1967, bls.
263-325; endurútgefið í id., Nordica et Normannica. Recueil d’études sur la
Scandinavie ancienne et médiévale, les expéditions des Vikings et la fondation
de la Normandie, París, Société des études nordiques (Studia nordica, I), 1997,
bls. 3-50.1 allnokkrum verkum frá síðustu árum hefur verið lögð áhersla á gildi
rúnasteina í rannsóknum á kristnitökunni í Skandinavíu. Hvað Svíþjóð varðar,
sjá t.d. grein Carl Fredrik Hallencreutz, „Runstenarnas teologi: vára första ut-
tryck för inhemsk kristendomstolkning", Religion och Bibel (Nathan Söder-
blom-sdllskapets drsbok 1982), XLI, 1984, bls. 47-56.
74 Um þetta hefur mikið verið ritað, sjá t.d. bók Bjarne Fidjestol, Sólarljóð.
Tyding og tolkningsgrunnlag, Björgvin, Universitetsforlaget (Universitetet i
Bergen - Nordisk institutts skriftserie, IV), 1979, 74 bls. (ljóðið er prentað á
samræmdri fornnorrænu og í nýnorskri þýðingu) og Njörð P. Njarðvík, Sólar-
Ijóð, Reykjavík, Bókmenntafræðistofnun Háskóla Islands - Menningarsjóður
(íslensk rit, X), 1991, 232 bls. í útgáfu Njarðar er Ijóðið prentað á nútímaís-
lensku, ásamt athugasemdum um hverja vísu; sjá og yfirlitsgrein (á sænsku)
eftir sama höfund fyrir Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelalder, XVI,
1971, dálkur 403-406; finna má góða þýðingu (á þýsku) á Sólarljóðum í riti
Wolfgang Lange, Christliche Skaldendichtung, Göttingen, Vandenhoek &
Ruprecht, 1958, 74 bls. (hér bls. 45-56).
75 Sbr. útgáfu ljóðsins hjá B. Fidjestol, op. cit., bls. 68; - sbr. útgáfu Njarðar P.
Njarðvík, op. cit., bls. 32.
76 Ibid., bls. 68 og bls. 33; hér má bæta við að í 79. vísu segir að níu dætur goðsins
Njarðar hafi rist sumar rúnirnar.