Skírnir - 01.09.2000, Side 141
SKÍRNIR UM RÚNIR í NORRÆNUM FORNBÓKMENNTUM 377
mikilvægu hlutverki að gegna og er því ekki að undra að þeim
bregði oft fyrir þegar um rúnir er fjallað, sérstaklega þegar um
yfirnáttúrlegt afl rúnanna er að ræða. Finna má athyglisverða
samsvörun við norrænu fornritin hjá Saxo Grammaticus í Gesta
Danorum, en þar segir í fyrstu bók frá konu sem Harthgrepa
heitir og undarlegri særingu sem hún fremur með hjálp rún-
84
anna.
Þeir rúnasmiðir sem við þekkjum meðal karla og kvenna í
fornum sögum og kvæðum koma úr ólíkum þjóðfélagsstéttum,
sem þessar sömu heimildir lýsa. Bakgrunnur Islendinga sagna er
íslenska bændasamfélagið og því er eðlilegt að bændur séu þar
áberandi félagshópur. Það er þó einkum yfirstéttin í norrænu
samfélagi sem látin er þekkja eitthvað til rúna. Þar á meðal eru
einstaklingar úr fjölskyldum voldugra landeigenda, eins og Egill
Skallagrímsson, dóttir hans Þorgerðr, og jafnvel sá frægi jarl af
Orkneyjum, Rpgnvaldr Kolsson, sem í dróttkvæði einu segir
rúnaskrift vera eina af níu íþróttum sem hann kunni.85
Rúnaþekking yfirstéttarinnar kemur enn betur fram í frásögn-
um um óraunverulega atburði eða efni sem er ekki af veraldlegum
toga, hvort heldur fornaldarsögum eða goðakvæðum, s.s. Rígs-
þulu: Rígr, forfaðir allra stétta, gengur framhjá fyrstu tveimur af-
komendum sínum (Þræli og Karli) sem hann getur á ferðalagi sínu
um heimsbyggðina, en kennir Jarli leyndardóma rúnanna, þ.e.a.s.
þeim syni sínum sem hann eignast inn í hefðarfjölskyldu, því eina
barni sem var gefið nafn hans og hann kvaðst eiga.86 Samkvæmt
84 Gesta Danoritm (I, VI, 4-5), útgáfu önnuðust Rrgen Olrik og Hans Ræder,
Kaupmannahöfn, Levin & Munksgaard, 1931, bls. 22; - þýðing á frásögninni
og athugasemdir um hana eftir G. Dumézil í La saga de Hadingus (Saxo
Grammaticus I, V-VIll). Du mythe au roman, París, Presses Universitaires de
France (Bibliothéque de l’École des Hautes Études. Sciences religieuses,
LXVI), 1953, bls. 76-82; - sbr. síðustu endurútgáfu á þessu verki (undir heitinu
Du mythe au roman ...), París, Presses Universitaires de France (Quadrige),
1983, bls. 74-79.
85 Vísan er í lviii. kafla. Orkneyinga saga, Finnbogi Guðmundsson gaf út,
Reykjavík, Hið íslenzka fornritafélag (íslenzk fornrit, XXXIV), 1965, bls. 130.
86 36. vísa, sama útg. eddukvæða, bls. 285.