Skírnir - 01.09.2000, Side 142
378
FRAN<J OIS-XAVIER DILLMANN
SKÍRNIR
skáldi Rígsþulu nær yngsti sonur Jarls, Konr ungr,87 slíkum tök-
um á rúnaspeki að hann ber af föður sínum.88
Skáldin eru gjarnan sögð kunna skil á rúnum, enda staða þeirra
nátengd konungum og höfðingjum. Svo var um þá Gísla Súrsson
og Gretti Asmundarson, að ógleymdum Agli Skallagrímssyni,
sem notaði oft rúnir í sögunni sem við hann er kennd. Rúnaritun
og skáldskaparlist eru í rauninni tengdar nánum böndum: á elstu
áletrunum er að finna kenningar89 og stuðlaðar setningar;90 síðar
87 Konr ungr er vitaskuld orðaleikur sem minnir á „konung“, sbr. m.a. Eddu-
kvœði, Gísli Sigurðsson gaf út, Reykjavík, Mál og menning, 1998, bls. 393.
88 43.—45. vísa, útg. Neckel / Kuhn, bls. 286; sjá um þetta efni frábæra grein G.
Dumézil, „La Rígsþula et la structure sociale indo-européenne ...“, bls. 4-5 - og
endurútgáfu hennar í Apollon sonore et autres essais ...,op. cit. (hér bls. 212-13); -
einnig athugasemdir höfundar þessarar greinar um sömu goðsögn í „Tripartition
fonctionnelle et écriture runique en Scandinavie á l’époque pai'enne“, í Jacques
Bonnet (ritstj.), Cahierspour un temps: Georges Dumézil, Aix-en-Provence - Par-
ís, Pandora - Centre Georges Pompidou, 1981, bls. 249-56 (hér bls. 253).
89 Eitt elsta dæmi um myndhverfingu gæti verið að finna í textanum widuhudaR,
þ.e.a.s. widu-hu(n)daR (bókstafleg merking: „viðarhundur"), sem fannst árið 1949
á nælu í ríkulegri kvenmannsgröf frá fyrstu öldum e. Kr. í Himlingoje á Sjálandi;
lagt hefur verið til að þetta sé kenning (viðar hundr) sem merkir „eldur“, en gæta
þarf fyllstu varkárni þar sem áletrunin er ekki heil og gæti verið mannsnafn af
germansk-keltneskum uppruna, eins og Carl J. S. Marstrander hefur bent á, sjá:
„De nordiske runeinnskrifter i eldre alfabet. Skrift og sprák i folkevandringstiden.
I. Danske og svenske innskrifter", Viking, XVI, 1952 (1953), bls. 1-277 (hér
bls. 74-79); sjá einnig snjalla ábendingu Hallfrid Christiansen varðandi hugtakið
vedhund (skrauthvörf sem standa fyrir ,,refur“) sem er að finna í norskri mállýsku
í Þrándarlögum („Fra moderne dialekt til prehistorie", Norsk Tidsskrift for Sprog-
videnskap, XVIII, 1958, bls. 262-70, hér bls. 264-68, með samantekt á ensku); -
L. Musset, op. cit., bls. 350; - á hinn bóginn hallast W. Krause (op. cit., bls. 32-33)
að því að sjá megi í þessu nafnkenningu sem rúnameistarinn notar um sig sjálfan,
með því að vísa í þá ógnvekjandi krafta sem hann býr yfir, en um þetta er fjallað
nánar í verki höfundar, Les runes dans la littérature norroise.
90 Sbr. hinn fræga texta sem var ristur á 5. öld á annað af gullhornunum frá Gallehus
á Jótlandi: ekhlewagastÍR holtijaR horna tawido. Að mati sumra textafræðinga
- t.d. Andreas Heusler, Uber germanischen Versbau, Berlín, Weidmann (Schrift-
en zur germanischen Philologie, VII), 1894, bls. 130, og er W. Krause samsinna,
sbr. op. cit., bls. 102 - gæti þessi áletrun verið elsti vitnisburður um stuðlaða ljóð-
línu í germönskum málum, en aðrir fræðimenn hafa viljað fara hægar í sakirnar,
enda erfitt að ákveða hvort áletrunin standi í raun í bragarhætti. Um þetta efni sjá
einkum grein Harry Andersen, „Guldhornsindskriften", Aarbager for nordisk
Oldkyndighed og Historie, 1961, bls. 89-121 (með samantekt á ensku), endur-
prentað í Runologica. Harry Andersens udvalgte runologiske afhandlinger,
Kaupmannahöfn, Akademisk Forlag, 1971, bls. 108-37.