Skírnir - 01.09.2000, Blaðsíða 143
SKÍRNIR UM RÚNIR í NORRÆNUM FORNBÓKMENNTUM 379
koma fram ljóðlínur með hrynjandi, og þá vísur, ortar undir drótt-
kvæðum hætti eða edduhætti, eins og þau sem klöppuð voru á all-
nokkra bautasteina, einkum í Svíþjóð, eða rist á spæni svipaða þeim
sem fundist hafa í Björgvin.91 Að auki má sjá að sumir rúnasmiðir
voru kallaðir skáld,92 Á rúnastein sem reistur var á 11. öld í minn-
ingu auðugrar konu á Hillersjö (11. mynd) í Upplöndum er að
finna langa og fróðlega áletrun með eftirfarandi undirskrift:93
þurbiurn skalt risti runar
sem á samræmdri fornsænsku verður:
Þorbiorn skald risti runaR
Tveir aðrir sænskir rúnasmiðir frá 11. öld, Udd í Vestur-Gautlandi,
og Grim í Upplöndum,94 kölluðu sig einnig skáld, sem og norskur
91 Um dæmi af steinum, sjá t.a.m. Overselö (supra bls. 363-65 sq.). Varðandi rúna-
áletranir í Svíþjóð sem standa í bragarhætti, sjá Erik Brate og Sophus Bugge,
Runverser. Undersökning af Sveriges metriska runinskrifter (Stokkhólmi, 1891,
442 bls.). Sjá einnig nýlegar athuganir Frank Híibler, Schwedische Runen-
dichtung der Wikingerzeit, Uppsölum, Institutionen för nordiska sprák (Run-
rön, X), 1996, 190 bls.
92 Sjá um þetta efni grein Bjarne Fidjestol, „La poésie de cour en Scandinavie á
l’époque des Vikings“, Proxima Thulé, II, 1996, bls. 90-112 (hér bls. 108 og neð-
anmálsgrein nr. 25). Varðandi notkun hugtaksins skald í sænskum rúnaristum,
sem hefur áreiðanlega sömu merkingu og orðið skáld (< skald) í fornnorrænu, sjá
einkum athugasemd Erik Noreen, „Bidrag till fornsvensk lexikografi“, í Meijer-
hergs Arkiv för svensk ordforskning, III, 1941, bls. 6-7; - sbr. einnig athuganir
Elias Wessén í útgáfu hans á textanum á steininum í Hillersjö (= U 29), Upplands
runinskrifter, I. bindi, Stokkhólmi, Kungl. Vitterhets Historie och Antikvitets
Akademien (Sveriges runinskrifter, VI), 1940, bls. 41; og S. B. F. Jansson, Runin-
skrifter i Sverige, op. cit., bls. 134; - id., Runes in Sweden, op. cit., bls. 132-33.
93 Hér er textanum fylgt eins og hann er prentaður í útgáfu E. Wessén, ihid., bls. 34;
sbr. einnig L. Musset, op. cit., bls. 302 og 380-81 (= nr. 48); á annarri rúnaáletrun,
sem er á steininum við Roslags-Bro-kirkjuna í Upplöndum, undirritar sami
rúnasmiðurinn verk sitt sem skáld: þurbiurfn sk]alt hiuk runaR (þ.e.a.s. á sam-
ræmdri fornsænsku: Þorbiorn skald hiogg runaR) - sbr. S. B. F. Jansson, Upplands
runinskrifter, II. bindi, Stokkhólmi, Kungl. Vitterhets Historie och Antikvitets
Akademien (Sveriges runinskrifter, VII), 1943-1946, bls. 410 (= U 532).
94 Udd: áletrunin á steininum frá Ek (= Vg 4), sbr. E. Svárdström, Vástergötlands
runinskrifter, III. bindi, Stokkhólmi, Kungl. Vitterhets Historie och
Antikvitets Akademien (Sveriges runinskrifter, V), 1958, bls. 6-10; Grim: áletr-
un á steininum frá Sáby (= U 951), E. Wessén, Upplands runinskrifter, IV. bindi,
Stokkhólmi, Kungl. Vitterhets Historie och Antikvitets Akademien (Sveriges
runinskrifter, IX), 1953, bls. 67-69.