Skírnir - 01.09.2000, Blaðsíða 146
382
FRANgOIS-XAVIER DILLMANN
SKÍRNIR
rúnameistari nefndur Þorbjörn skalt, í áletrun sem hann klappaði á
ofanverðri 10. öld á Stangeland-steininn á Rogalandi (12. mynd).95
Hið nána samband milli rúnaspeki og skáldgáfu (eins og áletranir
gefa til kynna og frá er sagt í fornbókmenntunum) fær dýpri
merkingu þegar það er skoðað í ljósi goðafræðinnar samkvæmt
fræðiritum Snorra jafnt sem eddukvæðum og dróttkvæðum. Óð-
inn, sem er „guð andagiftar“ (samkvæmt orðsifjafræðinni er nafn-
ið tengt latneska orðinu vátes),96 var guð ritlistar og skáldskapar
og í goðheimi stundaði hann þessar listgreinar öðrum fremur. I því
samfélagi sem höfundar fornsagnanna lýsa var Egill Skallagríms-
son óumdeilanlega mesta skáld fornaldar, en hann notaði rúnir
oftar og á eindregnari hátt en aðrir. Minna má á þá mögnuðu senu
þegar söguhetjan stendur á nesi á eyju úti fyrir ströndu Noregs,
reisir níðstöng og ristir hræðilega bölbæn gegn Eiríki blóðöx og
Gunnhildi! Egill var ekki aðeins gæddur persónueinkennum
Óðins,97 hann var einnig í persónulegu sambandi við Óðin, svo
95 Sjá útgáfu Magnus Olsen: Norges Innskrifter med de yngre Runer, III. bindi,
Ósló, Norsk Historisk Kjeldeskrift-Institutt, 1954, bls. 200-208 (= nr. 239), og
L. Musset, Introduction a la runologie, op. cit., bls. 435 (= nr. 143): „Þorbjörn
skáld [textinn þur[biurn] skalt, verður á samræmdri fornnorrænu: Þorbjnrn
skáld] reisti stein þennan í minningu ... [nafnið er ólæsilegt], sonar síns, sem féll
á Danmörku.“
96 Sjá einkum Jan de Vries, Altnordisches etymologisches Wörterbuch. Zweite ver-
besserte Auflage, Leiden, Brill, 1962, bls. 416; - og Ásgeir Blöndal Magnússon,
íslensk orðsifjabók, Reykjavík, Orðabók Háskólans, 1989, bls. 684; sjá jafn-
framt nýlegar athuganir Edgar C. Polomé, „Inspiration, connaissance, magie
ou voyance. La fonction fondamentale du dieu germanique s'Wððan(az) et
l’étymologie de son nom“, Incognita, II, 1991, bls. 32-47.
97 Sjá: Georges Dumézil, Mitra-Varuna. Essai sur deux représentations indo-
européennes de la Souveraineté [2. útg.], París, Gallimard (La montagne Sain-
te-Geneviéve), 1948, bls. 172-73 (sjá kaflann „Le Borgne et le Manchot“); -
Otto Höfler, „Zwei Grundkráfte im Wodankult“, í Manfred Mayrhofer et al.
(ritstj.), Antiquitates lndogermanicae. Studien zur Indogermanischen Alter-
tumskunde und zur Sprach- und Kulturgeschichte der indogermanischen Völ-
ker. Gedenkschrift fiir Hermann Giintert zur 25. Wiederkehr seines Todestages
am 23. April 1973, Innsbruck (Innsbrucker Beitráge zur Sprachwissenschaft,
XII), 1974, bls. 133-44; - Kurt Schier, Die Saga von Egil. Aus dem Altislánd-
ischen herausgegeben und úbersetzt, Dússeldorf-Köln, Diederichs (Saga, I),
1978, bls. 336-42; - og áðurnefnda grein höfundar, „Tripartition fonctionnelle
et écriture runique en Scandinavie á l’époque paienne“.