Skírnir - 01.09.2000, Blaðsíða 147
SKÍRNIR UM RÚNIR í NORRÆNUM FORNBÓKMENNTUM 383
sem niðurlagið vitnar um í hinu heillandi harmkvæði skáldsins -
Sonatorreki - sem dóttir hans Þorgerðr hugðist rista á rúnakefli.
Hér hafa verið rakin mörg dæmi um skýra samsvörun og náin
tengsl á milli frásagna um rúnir í bókmenntaverkum og fundinna
áletrana. Þau sýna að fornsögurnar lýsa oftast rúnanotkun sem
tíðkaðist á þeim tíma þegar atburðir sagnanna áttu sér stað. Þessi
niðurstaða á bæði við um efniviðinn og þá hluti sem letrað var á,
jafnt sem aðferðir við áletrunina og sjálft orðalag textans. Hvað
eðli rúna varðar og félagslega stöðu þeirra sem þær notuðu, þá
samsvarar vitnisburður eddukvæða og frásagna í óbundnu máli
þeirri rúnaiðkun sem tíðkaðist á öllum Norðurlöndum um nokk-
urra alda skeið. Þótt það væri of langt gengið að álykta að sögu-
hetjurnar (hafi þær þá allar verið til!) hafi raunverulega notað rún-
ir og rist þær á sama hátt og í þeim sama tilgangi sem lýst er í sög-
unum, þá er engu að síður skylt að viðurkenna að vitnisburður
bókmenntanna hvílir á fornri hefð.
Þrátt fyrir að flestar þær áletranir sem hafa fundist á Islandi til
þessa séu „frá síðari tímum“, þá bendir allt til þess að norskir land-
nemar á Islandi hafi ekki aðeins þekkt rúnaritun - með þeim goð-
sögnum og átrúnaði sem henni fylgdu - heldur notuðu þeir rúnir
að miklu leyti á svipaðan hátt og tíðkaðist í hinum gervalla nor-
ræna heimi, allt frá heiðum Upplanda og inn til fjarða á Græn-
landi.
Adolf Friðriksson þýddi
Myndaheimildir
1. mynd: Teikning í Nytt om runer, IX, 1994 (1995), bls. 20.
2. mynd: Teikning í grein Björns M. Ólsens, „Valþjófsstaðahurðin", í Arbók Hins
íslenzka fornleifafélags 1884-1885.
3. mynd: Teikning í Narsaq — a Norse landnáma farm, Kommissionen for viden-
skabelige Undersogelser i Gronland (Meddelelser om Gronland, Man &
Society, XVIII), ritstj. C. L. Vebæk, Kaupmannahöfn 1993, bls. 48.
4. mynd: Teikning í Berichte iiber die Ausgrabungen in Haithabu, VI, 1973, bls. 104.
5. mynd: Ljósmyndað af Antikvarisk-topografiska arkivet (Statens historiska
museet), Stokkhóimi.