Skírnir - 01.09.2000, Page 149
SKÍRNISMÁL
EINAR MÁR JÓNSSON
Orð, orð, orð ...
Svo er að sjá að þær umræður um þjóðerni og skyld málefni sem
fyllt hafa síður Skírnis og fleiri tímarita undanfarin ár snúist fyrst
og fremst um orð og um skilgreiningar. Nú má til sanns vegar færa
að það varði mestu að allra orða undirstaðan sé réttleg fundin og
því ætti þessi aðferð að teljast góð og gild, en sá grunur læðist þó
fljótlega að manni að hér sé eitthvað óhreint á sveimi, því ef betur
er að gáð kemur gjarnan í ljós að orðin eru illa skilgreind og skil-
greiningarnar endasleppar. Þetta virðist þó ekki standa þátttak-
endum umræðnanna fyrir andlegum þrifum, a.m.k. ekki öllum
þeirra, en fyrir því kunna að vera ýmsar ástæður. Kannske kemur
ein þeirra fram í orðum Davíðs Loga Sigurðssonar: „Reyndar hef-
ur því verið haldið fram að fræðimenn séu almennt sammála um
réttmæti þessara kenninga um þessar mundir og að akademísk
umræða um þjóðernishyggju sé ekki lengur á milli þeirra sem
hlynntir séu þjóðernishyggju og þeirra sem eru andsnúnir henni,
þar sem rætt sé um kosti og galla stefnunnar, heldur hvers konar
andstæðingar hennar menn séu.“1 Sjálfsagt vegur consensus sapi-
entium oftlega þungt á metum, ef hann hvílir á traustum og fræði-
legum grundvelli, en hér er eins og eitthvað annað hangi á spýt-
unni: að gefa í skyn að fylgismenn þeirra skoðana sem ætlunin er
að gagnrýna séu einhverjar eftirlegukindur inni á heiðum, úti í
hinum stóra siðmenntaða heimi séu menn löngu fallnir frá slíkum
firrum. Þetta helst svo í hendur við það að í hlutverki skilgreininga
eru á stundum stuttaralegar tilvitnanir í erlenda fræðimenn án þess
að það fylgi með hvert sé samhengið, um hvað sé verið að ræða,
og jafnvel hver skilgreiningin sé nákvæmlega. Það er eins og ætl-
ast sé til að menn taki á nafnverði það sem hinir erlendu fræði-
1 Davíð Logi Sigurðsson: „Er íslensk þjóðerniskennd frá Oz? Um ímynduð tengsl
þjóðar og tungu“, Skírnir (vor) 1998, bls. 191.
Skírnir, 174. ár (haust 2000)