Skírnir - 01.09.2000, Side 150
386
EINAR MÁR JÓNSSON
SKÍRNIR
menn segja, eða eftir þeim er haft, og trúi því sem traustri niður-
stöðu fræðanna, samkvæmt reglunni „annar eins maður og Olíver
Lóss fer ekki með neina lygi“.
Það er því kannske nokkur ástæða til að rýna betur í notkun
ýmissa orða sem verður að telja grundvallarhugtök umræðnanna.
Eitt af þeim skrifum sem hratt þeim af stað, grein Arnars Guð-
mundssonar í Skírni árið 1995, bar heitið „Mýtan um Island“, og
þremur árum síðar tók Davíð Logi Sigurðsson upp þetta sama
orð, „mýta“, í nokkuð þrengra samhengi, sem sé „mýtan um ís-
lenska þjóðtungu" og „mýtan um tengsl þjóðar og tungu“. Hætt
er við því að fyrir venjulega lesendur komi þetta eins og skrattinn
úr sauðarleggnum og menn velti því fyrir sér hvað í ósköpunum
orðið „mýta“ geti þýtt og þá einkum og sér í lagi í orðasambönd-
um af þessu tagi. Davíð Logi skilgreinir það ekki, en það gerir
Arnar Guðmundsson hins vegar, eða öllu heldur, hann setur fram
þrjár mismunandi skilgreiningar sem eru hver um sig tilvitnun af
einhverju tagi. Spurningin er því sú hvort einhver þeirra geti átt
hér við, og hvernig beri þá að skilja ofangreind orðasambönd. Þótt
umræðurnar hafi teygt sig víða hefur enginn, að því ég best veit,
reynt að komast til botns í þessu, en slíkt er naumast tiltökumál.
Það er auðvelt og fljótgert að slá um sig með orðum af öllu tagi,
en það er hins vegar vandasamara og seinlegra að fara í saumana á
þeim og athuga hvað er á bak við þau og hvort þau eru yfirleitt
merkingarbær. En hjá því verður þó ekki komist ef umræðurnar
eiga ekki að leysast upp í þoku.
Arnar Guðmundsson vitnar fyrst í notkun orðsins „mýta“ í
því máli sem það er komið úr, forngrísku, og segir: „Hugtakið var
snemma skilgreint sem andstæða „logos“ og „historia“ í merking-
unni, það sem ekki hefði raunverulega gerst“.2 Það er alveg rétt að
einn kvisturinn á greinóttu merkingartré þessa orðs á grísku er
einmitt einhvers konar frásögn um atburði sem ekki hafa átt sér
stað, sem sé „lygisaga“ á íslensku. I fljótu bragði virðist þó engin
leið að sjá að sá skilningur geti varpað nokkru ljósi á það hvernig
2 Arnar Guðmundsson: „Mýtan um ísland“, Skirnir (vor) 1995, bls. 96 (neðan-
málsgr.).