Skírnir - 01.09.2000, Page 152
388
EINAR MÁR JÓNSSON
SKÍRNIR
og henni er ætlað að setja fram trú samfélagsins, stýra hegðun
manna og annað af því tagi.
I þessari merkingu eru mýtur vitanlega eldri en Nóaflóð (en að
sjálfsögðu ekki undir því nafni) og hafa fræðimenn fjallað um þær
á margvíslegan hátt á síðustu öldum. En á viðhorfum þeirra hafa
löngum verið tveir pólar: ýmist hafa menn litið á þær sem vitnis-
burð um „frumstætt" sálarlíf og „frumstætt“ þroskastig eða hug-
arfar manna áður en rökleg hugsun og vísindi urðu til og þá skil-
greint þær fyrst og fremst sem sögur um fáránlega atburði sem
hafa aldrei gerst en menn hafa einhvern tíma verið svo barnalegir
að trúa, eða þeir hafa á hinn bóginn leitast við að taka trúarlegan
og heimspekilegan boðskap mýtanna alvarlega og þá litið á þær
sem miðil fyrir einhvern ákveðinn sannleika. Þetta fer eftir breyti-
legum hugmyndum manna um það sem kallað hefur verið „frum-
stæðar þjóðir“, en að undanförnu virðist seinna viðhorfið hafa
verið ríkjandi í ýmsum myndum.
A þessu máli eru margir angar og sumir kannske nokkuð
óvæntir. Einu sinni heyrði ég fyrirlesara segja frá nefnd manna
sem kölluð hafði verið saman til að ræða hvernig hægt væri að vara
komandi kynslóðir við hættum sem stöfuðu af geislavirkum leif-
um kjarnorkuvera: þessi úrgangsefni, sem reynast kannske end-
ingarbesta gjöf okkar miklu framfaratíma handa veröld morgun-
dagsins, eru nefnilega bráðdrepandi í ófáar árþúsundir og á þeim
tíma má búast við því að tungur manna breytist, svo og letur, og
öll þau viðvörunarskilti sem mönnum dettur í hug að festa upp
verði óskiljanleg, ef þau hafa þá ekki verið brotin áður. Ein hug-
myndin sem kom fram var sú að setja viðvörunina fram í „mýtu“,
frásögn um goðsagnakennda atburði, sem gengi síðan frá kynslóð
til kynslóðar, úr einu tungumáli yfir í annað, og bergmálaði gegn-
um árþúsundin. Slík „mýta“ væri sem sé frásögn sem fæli í sér
mikilvægan sannleika.
Getur þessi nýja skilgreining á orðinu „mýta“, sem kemur
fram hjá Platon og Malinovskí og mörgum fleiri, og er óneitanlega
talsvert dýpri en snubbótt orðabókarskilgreining, átt við um orða-
sambönd eins og „mýtan um íslenska þjóðtungu“ ? Alls ekki. Sam-
kvæmt henni er mýtan nefnilega fyrst og fremst einhvers konar