Skírnir - 01.09.2000, Side 156
392
EINAR MÁR JÓNSSON
SKÍRNIR
Paris-Match sem honum var fengið í hendur á rakarastofu. Mynd-
in sýnir „ungan negra“ sem gerir honnör og horfir upp til hæða,
„væntanlega á þrílita fánann", og má nú líta svo á að þetta fyrsta
stigs tákn, sem sé svertinginn sem er að heilsa, verði að „tákn-
mynd“ í annars stigs kerfi og fái þar nýtt „táknmið“. Og hvert er
svo innihald þess? Með orðum Barthes: „að Frakkland sé mikið
heimsveldi, að allir synir þess þjóni fánanum dyggilega, hvernig
svo sem þeir séu á litinn, og það sé ekki til betra svar við þeim sem
séu að gagnrýna einhverja ímyndaða nýlendustefnu en þessi
brennandi ákafi svertingjans unga að þjóna þeim sem ranglega eru
kallaðir nýlendukúgarar".10 Ljósmyndin er sem sé orðin að mýtu,
mýtu um franska heimsveldið o.s.frv.
Nú er hætt við að einhverjir kynnu að mótmæla, og halda því
fram að þetta „annars stigs táknkerfi“ sé ekki á nokkurn hátt sam-
bærilegt við venjulegt táknkerfi, og Roland Barthes fullyrði hér
miklu meira en hann hafi efni á, hann teygi sem sé kenningar
Saussures yfir á svið þar sem þær eigi ekki lengur fyllilega við. I
orðinu „hús“ t.d. er ljóst að hljóðasambandið „h-ú-s“ hefur alls
enga merkingu í sjálfu sér, það er ekki annað en varaskrap, en inn-
an íslensks málkerfis er það táknmynd sem vísar á ákveðið tákn-
mið, og hefur þannig skýra merkingu. Vitanlega getur sú merking
verið yfirfærð á ýmsan hátt eða orðið fyrir myndhvörfum („Þeg-
ar máninn er í sjöunda húsi ...“), en það kemur venjulega fram af
samhenginu. En táknmyndin í mýtunni sem Barthes tilfærir,
svertinginn sem heilsar, hefur þegar merkingu fyrir, hvort sem
menn vilja kalla myndina sem slíka „tákn“ eða ekki, og það er alls
ekki neitt, ekki neitt kerfi, sem ákveður að hún skuli síðan verða
hluti af mýtu og fá það nýja táknmið sem Barthes skilgreinir,
menn geta sem sé litið á hana sem ósköp venjulega fréttamynd,
kannske um einhvern ákveðinn atburð, eða túlkað hana á fjöl-
marga aðra vegu. A þeim tíma þegar Barthes sat og fletti blaði á
rakarastofu hefðu kannske sumir litið á myndina sem (óviljandi)
kraftbirtingu á hlálegu heimsvaldabrölti franskra nýlendusinna
sem neituðu að horfast í augu við breytta tíma og lifðu í sjálfs-
10 Bls. 189.