Skírnir - 01.09.2000, Page 159
SKÍRNIR
ORÐ, ORÐ, ORÐ ...
395
mýtunni hefur þegar sína ákveðnu merkingu, en túlkar það á
sinn hátt. Þannig heldur hann því t.d. fram að merking „fyrsta
stigs táknmáls“ fari verulega forgörðum í „annars stigs tákn-
máli“ og tekur enn ljósmyndina sem dæmi: persóna „negrans“
sjálfs, ævisaga hans, hverfur í mýtunni.14 í raun og veru er mýt-
an því jafnan „tungumáls-þjófnaður";15 það að táknmynd í
venjulegu máli hefur enga merkingu í sjálfri sér er „heilbrigði"
tungumálsins og sú „falska náttúra“ sem kemur fram í mýtunni
er „viðbjóðslegur" þáttur hennar.16 í þjóðfélagi „borgara" gerist
þetta nánast alls staðar, en þó er til ein orðræða sem veitir við-
nám og breytist ekki í mýtu, og það er sú orðræða sem er áfram
pólitísk, sem sé orðræða „þeirra sem framleiða“. Þegar skógar-
höggsmaður nefnir tréð sem hann fellir er það „pólitísk orð-
ræða“, því að hún vísar ekki til náttúrunnar nema að því leyti
sem það er á dagskrá að „breyta" henni. „Alls staðar þar sem
maðurinn talar til að breyta raunveruleikanum en ekki til að
geyma mynd af honum, alls staðar þar sem hann tengir málið við
framleiðslu ... er mýtan ógerleg. Þess vegna getur raunverulegt
tungumál byltingar ekki verið mýta.“17 Af þessu leiðir að mýtur
eru aldrei „vinstra megin“, nema þegar það gerist að „byltingar-
flokkur" missir sjónar á markmiði sínu og þá eru þær harla
örvisalegar (dæmið sem Barthes tekur er Stalínisminn). „Hægra
megin“ er hins vegar allt yfirfullt af mýtum og meira en það,
enda liggur það í hlutarins eðli. Að lokum veltir Barthes fyrir sér
dapurlegu hlutskipti þess manns sem tekur sér fyrir hendur að
afhjúpa mýturnar: hann stendur einn og berrassaður í nepjunni,
því hann er ekki lengur í hópi þeirra sem trúa á mýturnar, og
hann er meira að segja fyrir utan þá sögu sem hann vill vera full-
trúi fyrir, eyðilegging þessarar orðræðu tekur krafta hans alla og
afstaða hans til þjóðfélagsins hlýtur að vera kaldhæðnin ein.
Hann getur ekki einu sinni ímyndað sér hvernig heimurinn verð-
ur þegar það sem hann hefur að skotspæni er horfið, og er því
14 Bls. 191.
15 Bls. 204-205.
16 Bls. 199, neðanmálsgrein.
17 Bls. 219-20.