Skírnir - 01.09.2000, Page 160
396
EINAR MÁR JÓNSSON
SKÍRNIR
enn verr settur en Móses, sem fékk þó a.m.k. að horfa yfir í fyrir-
heitna landið ...18
Þegar litið er á kenningu Barthes um mýturnar sjálfar innan
ramma þessara hugmynda hans um þjóðfélagið er það ekki lengur
neitt vandamál hvernig táknmynd og táknmið tengjast saman í
þessu „annars stigs táknkerfi", hvernig myndin af svertingjanum
sem heilsar verður sem sé að „mýtu um franska heimsveldið“.
Hvað gæti hún eiginlega verið annað? I heimi þar sem „borgara-
leg“ hugmyndafræði gegnsýrir allt og alla og hefur það að aðal-
markmiði að villa á sér heimildir með því að gera pólitík og sögu
að „náttúru", getur blaðaljósmynd ekki verið annað en lævísleg
mýta um eitthvað sem „borgurunum" er annt um að fela, og því
verra sem það er sem þeim er eignað, þeim mun líklegra er að það
sé rétt.19 En utan við ramma þessara hugmynda er vandamálið eft-
ir sem áður óleyst, og strembnara en áður ef eitthvað er.
Aður en lengra er haldið er kannske rétt að líta á Mythologies
úr öfugri átt við það sem flestir lesendur gera og skoða tækifæris-
greinarnar fimmtíu og þrjár í ljósi þeirra kenninga sem lokakaflinn
setur fram. Það er nokkuð undarleg reynsla. Greinarnar eru lítið
annað en misjafnlega góð blaðamennska, sem hefur á köflum elst
illa, og þær eru oft í býsna takmörkuðu samræmi við kenningarn-
ar sjálfar. Stundum þegar greinarnar virðast fylgja kenningunum
að einhverju leyti, er eins og fyrir höfundi vaki fyrst og fremst að
leggja mönnum allt út á versta veg, sbr. hugleiðingar hans um hár-
greiðslu leikara í kvikmyndinni Júlíus Sesar eftir Mankiewicz.20
Og hvernig sem kenningarnar eru teygðar og togaðar virðast sum-
ar greinar alls ekki geta fallið undir þær. Greinin um „vín og
mjólk“21 er t.d. yfirborðsleg hugleiðing um viðhorf Frakka til
18 Bls. 230-32.
19 Þetta áréttar Barthes með ísmeygilegu orðavali: í lýsingu sinni á ljósmyndinni í
Paris-Match notar hann gjarnan orðið „negri“ sem er a.m.k. jafn niðrandi á
frönsku og íslensku, og þar sem slíkt ónefni getur vitanlega ekki verið úr hans
brjósti komið, gefur hann í skyn að hann sé að tala fyrir munn „borgaranna",
þannig líti þeir á Afríkumenn. Fyrir þeim sem beita slíku orðalagi getur ekkert
vakað nema illt.
20 Bls. 27-29.
21 Bls. 69-72.