Skírnir - 01.09.2000, Page 161
SKÍRNIR
ORÐ, ORÐ, ORÐ ...
397
rauðvíns og ekki á nokkurn hátt tengd mýtum eins og höfundur
skilgreinir þær, heldur mun fremur kafli úr e.k. „hugarfarssögu"
Frakka. Finnst manni að nær hefði verið að beita alfarið aðferðum
slíkrar sagnfræði á þessu sviði fremur en að slá um sig með mál-
vísindum Saussure. Rétt er þó að geta þess að hugarfarssaga átti
ekki beinlínis upp á pallborðið hjá frönskum menntamönnum um
það leyti sem Barthes var að pára þessar greinar, hún hafði verið
til áður og reis svo aftur upp einum tíu árum síðar. En hvað sem
því líður fær maður gjarnan þá tilfinningu við lestur ritsins að
sjóndeildarhringur Barthes sé þar fremur þröngur. En annað er
verra. Það er eins og hann geti ekki fylgt sínum eigin skilgreining-
um. En kannske verður að álykta að hann hafi ekki haft neina
skýra hugmynd í kollinum þegar hann byrjaði á þessum greina-
skrifum aðra en þá að atburðir líðandi stundar og frásagnir um þá
fælu í sér eitthvað meira eða minna gruggugt sem nauðsynlegt
væri að „afhjúpa“.
En nú ætti að vera orðið augljóst fyrir löngu að kenningar
Barthes eru ekki á nokkurn hátt ný og fræðileg skilgreining á
fyrirbærinu „mýta“, þrátt fyrir yfirlýsingar hans sjálfs.22 Það sem
hann gerir er að búa til alveg nýtt hugtak, og síðan velur hann að
kalla þetta hugtak „mýtu“. í raun og veru virðist engin sérstök
ástæða fyrir hann að nota þetta orð fremur en eitthvert annað, því
að ekki er hægt að sjá að hugtakið tengist á nokkurn hátt því sem
áður var kallað þessu sama nafni, og kenningarnar varpa engu ljósi
á það. Það geta menn séð með því að reyna að beita þeim á skil-
greiningu Malinovskis og annarra, eða þá söguna sem Platon legg-
ur Prótagórasi í munn. Nú er vitanlega rétt að margar sögur sem
kallaðar hafa verið „mýtur“ hafa það hlutverk að réttlæta yfirráð
þjóðar, stéttar eða einhvers slíks, en því þarf ekki að fylgja neinn
dulbúningur af því tagi sem er aðalatriðið í skilgreiningu Barthes:
mýtur Gamla testamentisins halda því beint og hreinskilnislega
fram að Jahve hafi gefið Israelsmönnum Kanaan. Þar að auki eru
þær settar fram sem saga. Manni dettur einna helst í hug að
22 Hann segir að orðið „mýta“ geti haft fjölmargar merkingar, en fyrir sér vaki að
skilgreina „hluti en ekki orð“ (bls. 181).