Skírnir - 01.09.2000, Page 162
398
EINAR MÁR JÓNSSON
SKÍRNIR
Barthes hafi fyrst og fremst valið orðið vegna þeirrar neikvæðu
merkingar sem það gat haft áður fyrr (en þó varla hjá mannfræð-
ingum samtímans): „lygisaga, sem menn voru einu sinni svo fá-
fróðir að trúa á og var kannske notuð til að blekkja auðtrúa al-
menning“.
Hvernig gætu nú þessar kenningar skýrt og réttlætt greinartit-
ilinn „mýtan um Island“ ? Eins og áður var sagt gefur Arnar nokk-
uð takmarkaða mynd af þeim, því hann einskorðar þær við „frá-
sagnir og texta“, eins og mýtur Barthes séu á einhvern hátt af sama
tagi og það sem t.d. Malinovski kallaði því nafni, hér sé fyrst og
fremst um nýja skilgreiningu að ræða en ekki róttæka nýjung. En
síðan segir Arnar: „Söguna af uppruna þjóðar má lesa sem frásögn
af einstökum sögulegum atburðum (fyrsta stigs táknkerfi) eða sem
mýtu (annars stigs táknkerfi), þar sem atburðir frásagnarinnar
öðlast aðra og almennari merkingu - skýra til dæmis þjóðarein-
kenni eða pólitísk markmið þjóðarinnar. Upprunaleg merking frá-
sagnarinnar verður að formi mýtunnar og sjálf sagan gufar upp.
Vald mýtunnar felst í því að láta tengslin milli þessarar ákveðnu
sögu og merkingar mýtunnar líta út fyrir að vera náttúruleg.“2i
Þótt þetta sé villandi, eins og síðar verður bent á, mætti kannske
telja það nothæft ágrip af vissum þætti kenninga Barthes, en ef það
á að varpa ljósi á „mýtuna um Island“ nær það harla skammt, því
um hvað er verið að ræða? Hér þarf að setja fram eitthvert skýrt
dæmi um að „sögu af uppruna“ Islendinga hafi á þennan hátt ver-
ið breytt í „mýtu“, og til þess að slíkt dæmi sé marktækt þarf það
að uppfylla nokkuð ströng skilyrði. Það þarf að sýna fram á að
sagan sé í rauninni orðin að mýtu í þessum ákveðna skilningi, og
í myndbreytingunni sé „saga“ dulbúin sem „náttúra".
Nú hefur Arnar ekki á takteinum neitt dæmi um slíka mynd-
breytingu „upprunasögu", en í þessu samhengi setur hann fram
annað dæmi sem er að hans áliti „frásögn sem yfirleitt er skilin
sem annars stigs táknkerfi" og ætti því að varpa skýru Ijósi á kenn-
ingu Barthes og gildi hennar í íslenskum jarðvegi. Það er frásögn-
in í 75. kafla Njáls sögu af því þegar Gunnar á Hlíðarenda ákveð-
23 ívitnuð grein, bls. 99.