Skírnir - 01.09.2000, Page 169
SKÍRNIR
ORÐ, ORÐ, ORÐ ...
405
ar hugmyndar er líklegast að það vísi að fyrra bragði: það sem er
„ímyndað" er í almennum skilningi „óraunverulegt", „hugmynd
sem á sér ekki stað í raunveruleikanum“. Þessi tvískinnungur vís-
ar nú beint til orðsins „mýta“. Hér að ofan hafa verið raktar þrjár
mismunandi skilgreiningar sem eru ekki allar samræmanlegar en
benda til þess að merkingin kunni að vera býsna víð. En notkun
orðsins er það ekki að sama skapi. Þau dæmi sem hafa verið
nefnd eru nefnilega öll á sama sviði, og einu má bæta við sem
hangir enn við sama heygarðshornið: „mýtan um sjálfstæðisbar-
áttuna og þjóðernið“.32 Um afstöðu höfundanna til þess sem þeir
kalla „mýtu“ leikur lítill vafi: „mýtan um tengsl tungunnar við
þjóðernið er svo sterk í vitundinni að okkur kemur ekki einu
sinni í hug að efast um hana þótt á sama tíma sé verið að velta upp
náskyldum efasemdum“, segir Davíð Logi,33 og þótt Arnar sé
yfirleitt varkárari í orðum skýtur viðhorf hans upp kollinum í
nokkuð undarlegum varnagla sem hann slær: „Þetta sjónarhorn
sýnir okkur hve vafasamt er að reyna að afskrifa þjóðir eða þjóð-
ernishyggju með því að benda á að þessi fyrirbæri séu „bara“
mýtur“.34 „This is bara kría“, sagði Jónas Árnason við breska
ferðalanginn. En samkvæmt kenningum Barthes eru ekki til
neinar „bara mýtur": mýturnar eru myndbreyting á mjög raun-
verulegri sögu og auk þess félagslegur veruleiki. Orð Arnars gefa
til kynna hugmyndatengsl hans sjálfs. Fleiri dæmi um þessa
þröngu og einhæfu notkun orðsins mætti vafalaust finna ef menn
vildu fínkemba þessar umræður. En ég minnist þess ekki að hafa
mikið heyrt talað um „mýtuna um alþjóðavæðingu", um „mýt-
una um ensku sem alþjóðatungu" eða um „mýtuna um Evrópu-
sambandið". Frá þessu virðist þó vera ein athyglisverð undan-
tekning. Arnar talar nefnilega einu sinni um „mýtuna um nú-
tímavæðingu og framfarir í veiðimannasamfélaginu".35 En þegar
betur er að gáð er hann þarna að víkja að hugmyndum þeirra sem
vefengja að aðild að Evrópusambandinu stuðli að framförum og
32 Arnar Guðmundsson, ívitnuð grein, bls. 112.
33 ívitnuð grein, bls. 200.
34 ívitnuð grein, bls. 99.
35 ívitnuð grein, bls. 112.