Skírnir - 01.09.2000, Side 170
406
EINAR MÁR JÓNSSON
SKÍRNIR
telja að fullvalda þjóðríki sé betri kostur. Það eru slíkar hug-
myndir sem eru „mýta“. Með öðrum orðum: hvernig sem menn
skilgreina orðið „mýta“ nota þeir það ekki nema um hugmyndir
sem þeir telja rangar og vilja hrekja.
Þetta leiðir nú hugann að fjórðu skilgreiningu orðsins, sem ég
hef látið liggja á milli hluta fram að þessu, því að hún er ekki
fræðileg og hefur sennilega aldrei verið sett fram berum orðum,
þótt hún sé furðulega ágeng. Eins og kenningar Barthes er hún
nokkurs konar græðlingur sprottinn upp úr þeirri neikvæðu
merkingu sem orðið hefur löngum haft, en harla kyrkingslegur,
því að í þessum skilningi er „mýta“ nánast orðið að skammaryrði
og merkir einfaldlega „ranghugmynd“ með viðbótinni „sem
„sumir“ eru svo barnalegir að trúa á“. Þannig er orðið gjarnan
notað í hinum akademíska hráskinnsleik og virkar þar sem hið
mesta tortímingarvopn: ef því er slegið framan í einhvern að hann
aðhyllist „mýtur“, eða það sem er enn verra, „rómantískar mýt-
ur“, er sá hinn sami þegar kominn í varnarstöðu, og á oft ekki aðra
undankomuleið en þá að afneita hugmyndum sínum hið snarasta.
Því hver getur unað því að vera stimplaður auðtrúa einfeldningur
og varla tækur í samfélag snillinganna? Um þetta hef ég séð mý-
mörg dæmi, en ekki hirt um að halda þeim til haga, enda tilgangs-
lítið. En svo eitthvað sé nefnt, þá minnist ég þess að hafa heyrt
sögu Abelards og Heloísu kallaða „rómantíska mýtu“, og í annan
tíma heyrði ég kenninguna um indóevrópskan málaflokk nefnda
sama nafni. Það er með ólíkindum hvað slíkur munnsöfnuður hef-
ur mikil áhrif nú á dögum, jafnvel á þá sem vita betur.
Þessi skilgreining sýnir nú hvernig unnt er að nota orðin
„mýta“ og „ímyndaður" nánast því sem samheiti. En við það birt-
ast þau skrif sem hér er verið að fjalla um í nokkuð kaldranalegu
ljósi, því erfitt er að forðast þá ályktun að þar sé verið að leika sér
með tvöfalda merkingu orða, skýla sér bak við aðra en gefa hina
mjög glögglega í skyn. I orði kveðnu hefur „ímyndaður“ merk-
ingu sem vísar til „imagined“ á ensku, til skilgreiningar Andersons
og til skilgreiningar Arnars, sem virðist eiga við um mjög raun-
verulegt samfélag, en um leið gefur orðið mjög sterklega í skyn að
það sem svo sé kallað sé óraunverulegt, einungis til í „ímyndun-