Skírnir - 01.09.2000, Page 174
410
PÁLL THEODÓRSSON
SKÍRNIR
Sé upphaf byggðarinnar frá því um 870 mætti samkvæmt lögmál-
um líkindafræðinnar og staðalóvissu mælinganna búast við að um
3% sýnanna, eða aðeins eitt sýni, virtist vera frá því fyrir 750. Um
30% sýnanna hafa þennan aldur eða hærri. Eg tel því að með-
höndlun mín á gögnunum sé réttmæt, en æskilegt væri að vinna
úr mæliniðurstöðunum með nákvæmari tölfræðilegum aðferð-
um.
2. Eldfjallahrif. Alþekkt er að verulegt magn kolsýru, sem er án
nokkurs geislakols, streymir úr jörðu í eldgosum og einnig í
nokkru magni frá hverum, en áhrif þessa útstreymis eru sennilega
mjög staðbundin á vindasömu landi sem Islandi.
Hér skipta tvö atriði meginmáli, þ. e. hversu langt frá eldstöð-
inni áhrifanna gætir og hversu lengi eftir að gosi lýkur. I greinum
Olsson má finna mikilvægar upplýsingar um bæði þessi atriði.
Olsson mældi t.d. tvö sýni af andrúmslofti frá Heimaey sem voru
tekin í byrjun febrúar 1973 þegar gosið stóð sem hæst [5]. I sýni
sem tekið var við hraunjaðarinn var sáralítið geislakol, en sýni tek-
ið um 350 metrum frá hrauninu hafði vart skerta geislakolsremmu
miðað við andrúmsloft í Mið-Evrópu á sama tíma [6]. Við þetta
má bæta að kolsýruútstreymið fjarar út þegar gosi lýkur.
I raun er það geislakolsremman í gróðri sem er mun marktækari
fyrir aldursgreiningar því að hún gefur meðalgildi remmunnar í lofti
yfir allan vaxtartímann. Olsson mældi þrjú grassýni frá Heimaey [5].
Sýni tekið í ágúst 1973, með vaxtartíma fyrstu mánuðina eftir að gosi
lauk, sem og sýni sem voru tekin sumurin 1974 og 1978 höfðu öll,
gagnstætt því sem Olsson segir í grein sinni, sömu geislakolsremmu
og gróður í Mið-Evrópu á viðkomandi árum [6]. Eldgosið hafði því
einungis mjög staðbundin áhrif á kolefni-14 remmuna í lofti en
lækkaði hana ekki mælanlega í gróðri, jafnvel ekki árið 1973.
Olsson mældi geislakol í grasi við Deildartunguhver í Borgar-
firði, vatnsmesta hver landsins. Þétt við hverinn var geislakols-
remman um 7% lægri en í gróðri á Islandi sama ár, en í aðeins
nokkurra metra fjarlægð mældist engin skerðing.
Framangreindar mælingar Olsson ganga því augljóslega gegn
kenningu hennar um eldfjallahrif - jafnvel á stöðum þar sem þeirra
væri helst að vænta.