Skírnir - 01.09.2000, Síða 176
412
PÁLL THEODÓRSSON
SKÍRNIR
Þær sveiflur sem hafa verið rannsakaðar í geislavirkni á einu ári sýna
stundum snöggar breytingar um nokkur prósent einhvern mánuð, eða
milli árstíða. Þetta kemur vel heim og saman við það að hægt er að greina
mun í virkni milli ára í árhringjum trjáa. Ekki er hægt að útiloka að þess
konar sveiflur geti verið ein af ástæðum þess að gildin kringum landnám-
ið eru eins dreifð og raun ber vitni.
Þetta er afar óvænt skýring, en Olsson gefur hér ekki neina heim-
ild. Ef hún er rétt snertir hún allar aldursgreiningar, hvaðan sem
sýnin eru. Snöggar breytingar af þessu tagi þekkjast einungis frá
síðustu áratugum og eru af völdum viðbótargeislakols frá vetnis-
sprengjum og koma aldursgreiningum ekkert við.
Lokaályktunin í grein Olsson er:
Nákvæmari tímasetning út frá C-14 aldursgreiningum er ekki möguleg
miðað við núverandi aðstæður. Stöku ný sýni geta ekki aukið neinu við
umræðuna.
Þetta er fráleit fullyrðing. Skipulegar nýjar nákvæmnismælingar
munu vafalítið eiga eftir að leiða í ljós hvar veilan liggur. En grein
Olsson getur enn tafið í langan tíma að málið sé skoðað af fullri al-
vöru í þverfaglegu samstarfi eins og ég lýsti í Skírnisgrein minni.
Heimildir
[1] Páll Theodórsson, „Aldur landnáms og geislakolsgreiningar", Skírnir, 171. ár,
vor 1997, 92-110.
[2] Ingrid U. Olsson, „Radicarbon dating in the Arctic region", Radiocarbon 25,
1983, 393-394.
[3] Else Nordahl, Reykjavik from the archaeologicalpoint of view, Aun 12, Upp-
sölum, 1988.
[4] Ingrid U. Olsson og Elsa G. Vilmundardóttir, „Landnám íslands og C-14 ald-
ursgreiningar", Skírnir, 172. ár, vor 2000, 119-49.
[5] Ingrid U. Olsson, „Kol-14 datering. Metoden och diskussion av speciella
problem med islándska prov och redovisning av tvá serier dateringar av
arkeologisk materiel", Fyrirlestrar Menningarsjóðs Asu Guðmundsdóttur
Wright, 9. Útg. Þjóðminjasafn íslands, 1997.
[6] M. Segl, I. Levin, H. Schoch-Fischer, M. Miinnich, B. Kromer, ]. Tschiersch og
K. O. Munnich, „Antropogenic l4C variations", Radiocarbon 25, 1983, 583-92.
[7] Sheridan Bowman. Radicarbon Dating. Útg. University of California/British
Museum, 1990.
[8] Ingrid U. Olsson, „A ten year record of different levels of 14C activities over
Sweden and the Arctic", Tellus 45B, 1993, 479—481.