Skírnir - 01.09.2000, Page 178
414
ANNA AGNARSDÓTTIR
SKÍRNIR
aldar náðu utanríkissamskipti íslendinga nær eingöngu til norrænna
manna en síðan komu til sögunnar „útlenzkir kaupmenn": Englending-
ar.5 Fram að lýðveldisstofnun má greina fjögur tímabil Islandssögunnar
þar sem Danir misstu að verulegu leyti stjórn á hjálendu sinni og Island
varð hluti af ensku áhrifasvæði. Er þá átt við að Bretar hafi getað farið
sínu fram á Islandi, án þess að dönsk stjórnvöld hafi getað rönd við reist.
Hér er um að ræða ensku öldina (15. öldina),6 Napóleonsstyrjaldir
(1807-1814),7 fyrri heimsstyrjöld 1914-19188 og loks hernám Breta þann
10. maí 1940 er skerti fullveldi Islands,9 en Bretar kvöddu landið ekki að
fullu fyrr en eftir stríð. Rétt er þó að taka fram að samskipti íslands og
Bretlands einskorðast ekki við þessi tímabil. Englendingar virðast aldrei
hafa hætt að sækja Islandsmið frá því að fyrsta duggan sigldi hingað
sennilega rétt fyrir 1400 og þar til þeir hrökkluðust burt eftir tíunda
þorskastríðið 1976. Rannsókn Helga Þorlákssonar sýnir að sókn þeirra á
íslandsmið á 16. og 17. öld hefur verið talsverð þrátt fyrir ósigur þeirra í
baráttunni um Islandsverslunina, fyrst fyrir Hansakaupmönnum og síðar
danska ríkisvaldinu. A 18. öld virðast Bretar hafa komið sáralítið við sögu
á íslandi en það er enn lítt rannsakað. Hins vegar hafa samskiptin verið
mikil á 19. og 20. öld.
Það sem er áhugavert, þó að það komi í sjálfu sér ekki á óvart, er að
framkoma og stefna Breta á þessum fjórum tímabilum bera svipuð ein-
kenni. Þeir höfðu ódrepandi áhuga á fiskimiðunum og verslun við íslend-
inga og gripu fljótlega til ofbeldis þegar þeir komu ekki vilja sínum fram.
Auk þess kom oft til tals að innlima landið í Bretaveldi.10 Sú spurning
vaknar eftir að hafa lesið hið mikla rit Helga hvort ísland hafi verið á
ensku áhrifasvæði 1580-1630?
Englendingar koma
Seint á 14. öld tóku Englendingar, fyrstir erlendra þjóða, að sækja á ís-
landsmið til fiskveiða. Elsta varðveitta íslenska samtímaheimildin um ís-
landssiglingar Englendinga er Nýi annáll en þar stendur við árið 1412:
„Kom skip af Englandi austur fyrir Dyr(h)ólmaey; var róið til þeirra og
voru fiskimenn út af Englandi.“u Þorkell Jóhannesson hélt því fram í
grein sem birtist í Skírni árið 1928 að það mætti telja „nærri víst“ að Eng-
5 Annálar 1:8-9 (Nýi annáll).
6 Sbr. rannsóknir Björns Þorsteinssonar (1970).
7 Sbr. rannsóknir Onnu Agnarsdóttur (1989).
8 Sbr. rannsóknir Sólrúnar B. Jensdóttur (1980).
9 Sbr. rannsóknir Þórs Whitehead, einkum ritröðina Island í sídan heimsstyrjöld
I—IV; sbr. Sólrúnu B. Jensdóttur 1997.
10 Anna Agnarsdóttir 1993.
11 Annálar 1:18.