Skírnir - 01.09.2000, Page 180
416
ANNA AGNARSDÓTTIR
SKÍRNIR
Fiskveiðarnar voru Englendingum mikilvæg atvinnugrein og íslands-
mið urðu „æfingavöllur enskrar sjómannastéttar" sem síðar átti eftir að
leggja undir sig heimsins höf, eins og Björn lagði ávallt mikla áherslu á.20
Þegar Hansakaupmenn hófu reglubundnar siglingar til landsins um 1475,
fór fyrst að halla verulega undan fæti fyrir Englendingum.21 Voru þeir
loks reknir frá Vestmannaeyjum um 1560 og höfðu þar með misst allar
bækistöðvar sínar á Islandi.22 Utgerð þeirra úr landi var þar með úr sög-
unni. Hins vegar héldu Englendingar áfram veiðum og tóku jafnframt að
stunda launverslun.23 Samkvæmt skýrslu um enska flotann frá 1528 voru
þá enn 149 ensk skip á miðunum, hvorki meira né minna en um þriðjung-
ur alls fiskveiðiflota Englendinga. Upp úr þessu fór duggunum þó fækk-
andi að mati Björns.24
Verk Helga er framhald af rannsóknum Björns Þorsteinssonar um
ensk-íslensk samskipti og er hann ekki alltaf sammála Birni, einkum um
það sem gerðist á 16. öld. Honum varð Ijóst „það sem Björn vissi ekki“
að eftir kreppu í fiskveiðum Englendinga við Island um miðbik 16. aldar
hófst nýtt blómaskeið í samskiptum þjóðanna (bls. 310). Enskum sagn-
fræðingum hafði einnig „yfirsést" þetta tímabil (bls. 242). Þó að Björn
gerði ágætlega grein fyrir pólitískum milliríkjaátökum Dana og Englend-
inga um íslenska verslunar- og fiskveiðilögsögu, eins og lesa má í Tíu
þorskastríðum,25 er rétt að hann rannsakaði ekki fiskveiðarnar og versl-
unina út af fyrir sig. Það gerir Helgi og gefa niðurstöður hans sannfær-
andi mynd af þeim ensk-íslensku samskiptum sem efldust um 1580 og
stóðu til a.m.k. 1630, eins og nú verður gerð grein fyrir í aðalatriðum.
Blómaskeið fiskveiða og verslunar Englendinga
við landsmenn 1580-1630
Aðalorsök fyrrnefndrar lægðar í fiskveiðum Englendinga hefur verið tal-
in sú að í kjölfar siðaskipta hafi dregið úr fiskáti. Helgi bendir á fleiri or-
sakir, t.d. fólksfækkun og fimmfalda hækkun á frönsku salti (bls. 241,
243). Onnur meginskýringin hefur verið sú að stóraukin sókn Englend-
inga á miðin við Nýfundnaland hafi verið á kostnað veiða þeirra við ís-
land. Þessu hafnar Helgi alfarið. Frá austurströnd Englands, einkum frá
Austur-Anglíu, var áfram siglt á Islandsmið (bls. 242), enda er sjóleiðin
20 Sjá t.d. Björn Þorsteinsson 1976:7.
21 Björn Þorsteinsson og Guðrún Ása Grímsdóttir 1990:108.
22 Björn Þorsteinsson 1976:105.
23 Sjá t.d. nýlegar greinar eftir unga sagnfræðinga: Sverrir Jakobsson 1994 og Pét-
ur G. Kristjánsson 1999.
24 Björn Þorsteinsson 1976:49-50, 118-19.
25 Björn Þorsteinsson 1976:einkum 123—30.