Skírnir - 01.09.2000, Síða 181
SKÍRNIR
ÍSLAND OG UMHEIMURINN I580-163O
417
þangað mun styttri en til Nýfundnalands. Til nýja heimsins var siglt fyrst
og fremst frá vesturströndinni, t.d. frá Bristol, en fiskimenn þaðan höfðu
hætt Islandssiglingum um hálfri öld fyrr (bls. 199).
Islandsfiskurinn var ómissandi fæði fyrir sjómenn í kaupskipaflotan-
um og hernum. Markviss stefna stjórnvalda var að sigrast á veiðilægðinni.
Auka varð fiskneyslu og var frumlegum aðferðum beitt. Árið 1548 var
kjötát bannað á föstudögum að kaþólskum sið og jafnframt á laugardög-
um. Síðar samþykkti þingið að miðvikudagur skyldi bætast í hóp fisk-
daga. Valdboðið fiskát hafði það í för með sér að sjómönnum fjölgaði og
þar með liðtækum mönnum í sjóherinn - en það var eitt aðalmarkmið
Englendinga allt frá 16. öld (bls. 241-43).
„Besti sjómannaskóli Englendinga var ekki á Englandi heldur á mið-
unum við ísland", segir Helgi og leggur á þetta mikla áherslu, eins og
Björn Þorsteinsson hafði gert áður (bls. 10). Rök hans eru m.a. þau að
árið 1588 voru „margir þrautreyndir íslandssjómenn í enska flotanum
sigursæla“ og voru þeir „margir hverjir sjóhetjur" sem sigruðu flotann
ósigrandi, en svo var floti Spánverja kallaður sem Englendingar sigruðu á
Ermarsundi árið 1588 (bls. 51).
Aðalráðgjafi Elísabetar I, William Cecil, hafði það pólitíska markmið
að efla sjóher og varnir Englands. Helgi hefur fundið skjal í breska ríkis-
skjalasafninu sem sýnir glöggt „sérstakan áhuga“ Cecils á veiðunum við
ísland (bls. 243). Ráð konungs sendi hvað eftir annað herskip á íslands-
miðin að beiðni sjómanna sem vörn gegn sjóræningjum og erkióvinun-
um, Spánverjum, t.d. fylgdu hvorki meira né minna en sex skip fiskiflot-
anum árið 1626 (bls. 153, 214, 217). Það var ávallt stefna enskra stjórn-
valda að vernda verslun og fiskveiðar.
Stjórnvöld ráku áróður fyrir Islandssiglingum. Ráð konungs lét t.d.
prenta samþykkt árið 1616 um mikilvægi fiskveiðanna við Island (bls.
152-53). Er ljóst að ráðamenn hafa haft árangur sem erfiði. Þótt ekki séu
tiltækar tölur um fjölda skipa sem sigldu til íslands á tímabilinu
1580-1600 telur Helgi að undir aldarlokin hafi samskiptin „ekkert
minnkað að umfangi" frá fyrri tíð (bls. 237). Sóknin á Islandsmið og til
Nýfundnalands virðist hafa aukist á sama tíma. Fyrir 17. öldina nefnir
Helgi tölur sem hann fær frá hinum þekkta fræðimanni, M. Oppenheim.
Um 1613 voru 125 ensk fiskiskip við Island en 150 við Nýfundnaland
1615 (bls. 199). Við ísland voru skipin orðin 160 árið 1627 og enn fór
þeim fjölgandi, sennilega voru þau orðin um 200 árið 1630. Enskar heim-
ildir gefa mun hærri tölur til kynna, en Helgi rökstyður vel af hverju hann
vill ekki treysta þeim (bls. 240). Orsakir aukinnar sóknar voru fyrst og
fremst fólksfjölgun (sem einkenndi evrópskt samfélag almennt á 16. öld)
sem hafði í för með sér aukna eftirspurn eftir matvælum og þar með fiski
(bls. 245). Augljóst er að siglingarnar hafa verið síst minni en á ensku öld-
inni.