Skírnir - 01.09.2000, Page 183
SKÍRNIR
ÍSLAND OG UMHEIMURINN I580-1630
419
stranglega eftir (bls. 284). Eftir þessu að dæma hefur dregið úr launversl-
un. En dró úr siglingum? Ef til vill siglingum Englendinga. I tillögum
framámanna, sem lögðu til við breska ráðherra í Napóleonsstyrjöldum að
Island yrði innlimað í Bretaveldi, voru meginrökin ávallt þau að Bretar
myndu þá á ný eiga greiðan aðgang að fiskimiðunum við Islandsstrend-
ur.31 Nú sátu Englendingar ekki lengur einir að miðunum; Hollendingar,
Baskar og Frakkar höfðu bæst í hóp þeirra þjóða sem sóttu á Islandsmið.
Árið 1786, eða um það leyti þegar einokunarverslunin var að renna skeið
sitt á enda, taldi Skúli fógeti að á hverju ári hefðu milli tvö og þrjú hund-
ruð erlend skip verið á veiðum undan íslandsströndum; flest voru hol-
lensk en sum voru ensk og skosk.32
Helgi hefur lagt mikla vinnu í að rannsaka hina forboðnu verslun á
sínu rannsóknartímabili. Hann hefur kannað áður ónotaðar heimildir,
hafnarbækur eða tollabækur í Austur-Anglíu og Lundúnum. Ekki voru
einungis margir fálkafangarar á ferð (en Jakob I hafði sérstakt dálæti á
hvítum íslenskum fálkum (bls. 298)) heldur kemur í ljós að verslun Eng-
lendinga var mikil á íslandi á fyrri hluta 17. aldar, rétt eins og veiðarnar.
Voru þeir á höttunum eftir vaðmáli og saltfiski. Það var ekki vitað að ís-
lendingar hefðu kunnað að verka saltfisk svona snemma. Helgi flytur
upphaf saltfiskverkunar íslendinga nokkur hundruð ár aftur í tímann sem
er ekki lítið afrek. Saltið fengu Islendingar frá Englendingum (bls. 295).
Rannsóknir Helga sýna að ensk-íslensk samskipti voru því ekkert minni
að umfangi en á ensku öldinni, hvort heldur er litið á veiðar eða verslun.
Sókn Dana
Island var ávallt í nánum tengslum við umheiminn og í lok 16. aldar kepptu
konungar Danmerkur og Englands um forræði á Norður-Atlantshafi.
Deilt var um rétt til siglinga, verslunar, fiskveiða og tolia í Eyrarsundi
(bls. 55). Siglingaleiðin norður fyrir Noreg til Rússlands var Englending-
um mikilvæg og þannig sluppu þeir einnig við Eyrarsundstollinn. Danir
reyndu hins vegar að koma í veg fyrir þessar siglingar en létu Englendinga
að mestu óáreitta við ísland (bls. 25-26).
Vestmannaeyjar hafa alltaf verið mesta verstöð á íslandi og eftirsóttar
eftir því. Þær voru eign konungs en voru jafnframt aðalbækistöð Eng-
lendinga. Enska hirðin tók einnig þátt í hinu valdboðna fiskáti en vildi að
sjálfsögðu fá úrvalsfisk; t.d. var Jakob I sólginn í íslenska löngu. Hana var
helst að fá á miðunum við Vestmannaeyjar. (í bók Helga er langan kom-
in í aðalfiskhlutverkið - í stað þorsksins.) Helgi er ósammála Birni Þor-
31 Anna Agnarsdóttir 1989:20 (Hon. John Cochrane), 227 (Sir Joseph Banks).
32 Gísli Gunnarsson 1987:71.